Þorpið – Tengslasetur

Ágúst Fréttabréf

mother and daughter on grass

Þökk sé blöndu af tæknivandræðum og athyglisbrest þá fór ágúst fréttabréfið víst aldrei út! Þrátt fyrir að það sé kominn september og september fréttabréfið komi út hvað úr hverju þá fannst okkur við verða að leyfa ágúst fréttabréfinu að líta dagsins ljós svo hér er það 😀

Heil og sæl kæru lesendur.

Nú fara sumarfríin að líða að lokum og tími til að snúa aftur í raunveruleikann. Sumarfrí geta verið flókin, sérstaklega fyrir barnafólk. Þau geta verið algjörlega dásamleg, algjörlega ömurleg og allt þess á milli og engin skömm í að viðurkenna það. Það er æðislegt að stefna á að lifa og njóta og nýta sumarið til hins ítrasta í alls konar skemmtilegheit, en stundum er það ekki raunveruleikinn og það er allt í lagi.
Stundum snýst þetta líka bara um að njóta þess sem er.
Ef að staðan er þannig að þú ert ekki að gera neitt sérstakt í fríinu þá er um að gera að sjá það fallega í því og njóta þess bara í botn!

Nú þegar Þorpið byrjar smátt og smátt að snúa aftur til starfa þá er allt að fara á fullt við að undirbúa opnun en við stefnum á að opna núna í haust. Við hlökkum ótrúlega til að hitta ykkur og fá að þróa þjónustuna okkar með ykkur.

Í haust er stefnan að bjóða bæði upp á tíma í stundatöflu og svo ýmis konar viðburði, fyrirlestra og námskeið sem verður hægt að skrá sig á. Við erum með stóran hóp af frábæru fólki sem allt hefur það sameiginlegt að hafa ástríðu fyrir því að búa til betra samfélag fyrir fjölskyldur á ýmsan hátt.

Í næsta fréttabréfi verður farið nánar yfir tilvonandi opnun, viðburði, námskeið og stundatöflu. Við munum líka byrja að kynna fyrir ykkur Co-creator hópinn og fara aðeins yfir alla mismunandi einstaklingana sem saman mynda okkar dásamlega Co-creator samfélag og það sem þeir munu bjóða ykkur upp á í Þorpinu.

Bless í bili!

Fleiri greinar

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira