Þorpið – Tengslasetur

Flottar fléttur

Pabbar geta líka alveg lært að gera fínar hárgreiðslur og átt gæðastund með barni sínu á sama tíma!

Í tímunum hittumst við með börnunum okkar og fáum leiðbeiningar í að gera flottar fléttur í hárið á þeim. Tilvalið tækifæri til þess að æfa sig í að tengjast í gegnum daglega athöfn og eiga gæðastund í augnablikinu með barninu sínu. Á sama tíma tilvalið fyrir pabba að koma saman og tengjast innbyrðis! 

Áherslan á námskeiðinu er samvera og tenging fremur en útkoma. Í tímunum verða jafnframt sýnd vel valin myndbrot sem kveikjur fyrir ígrundun bæði foreldra og barna og lifandi umræðum innan hópsins. Í hárið æfum við okkur svo að gera venjulega fléttu, fasta fléttu, öfuga fléttu og fiskifléttu. 

Komið með hárbursta og teygjur sem þið eigið til.

Dagsetningar 
11.mars kl.13-14

18.mars kl.13-14

25. mars kl. 13-14

Námskeiðið verður í rými Þorpsins í Samrými, Síðumúla 35, 2 hæð.

 

4.990kr.12.990kr.

Description

Kynnist leiðbeinundunum:

Davíð Alexander er tveggja barna faðir sem hefur áhuga á nokkurnveginn öllu. Hann hefur lokið grunnnámi í uppeldis- og menntunarfræði/mannfræði og stundar nú nám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf á meistarastigi. Undanfarið hefur ástríða hans hvað helst kristallast í samskiptum foreldra og barna, virðingarríku uppeldi, sjálfræði og einstaklingsmiðun í menntun, núvitund og jákvæðri sálfræði, samvinnuuppeldi foreldra og tilhögunarmálum barna sem búa á tveimur heimilum. Rauði þráðurinn í gegnum allt ofangreint er alltaf velferð og vellíðan viðkomandi aðila og beiting aðferða sem stuðla að heilnæmum þroska einstaklingsins sem og fjölskyldunnar í heild sinni. Davíð nýtir eðlislæga forvitni sína sem drifkraft til þess að vinna með einstaklingum og/eða fjölskyldum sem hafa hug á því að eflast á tilteknu sviði með það að leiðarljósi að ná sem heillavænlegustum árangri.

Elsa Borg er þriggja dætra móðir, Jógakennari og meistaranemi í Foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf við HÍ. Hún er með BA í Uppeldis- og menntunarfræðum. Elsa hefur einnig mikla reynslu af starfi með börnum. Elsa hefur setið ýmis hagnýt námskeið m.a í ígrundaðar samræður forelda, í doulunámi, Yin yogakennaranámi, í raunfærnimati og vinnustofur í sjálfsvinsemd.

Elsa hefur ástríðu fyrir því að skapa rými fyrir uppalendur þar sem þeir fá tækifæri til að efla sig, styðja við hvort annað og læra hvort af öðru. Rými  fyrir uppalendur að hlúa að sjálfum sér, samböndum sínum við börn sín og fjölskyldu. 

Additional information

Flottar Fléttur

Allt námskeiðið, 11.mars, 18. mars, 25.mars

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira