Þorpið – Tengslasetur

Foreldrakvöld - Tengsl og virðing í samskiptum foreldra og barna 1-5 ára

Þema foreldrakvöldsins er; Tengsl og virðing. Við munum sýna myndbönd og leiða umræður út frá þeim. Myndböndin fjalla um næmni foreldra til að lesa merki barnana í samskiptum.
Foreldrakvöldið er haldið í í samstarfi við Þorpið- tengslasetri af okkur; Elsu Borg og Kristínu Björgu. Við erum á lokametrum í Foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf við HÍ.
Þátttökugjald er 1500kr en í kaupbæti fá þátttakendur eitt frítt skipti í Fjölskylduland sem er í sama húsi og Þorpið. Um er að ræða tvö stök kvöld annars vegar 13.nóv og hins vegar 15.nóv en kvöldið hefst kl 20 og líkur kl 21.30 í bæði skiptin.

1.500kr.3.000kr.

Description

Við erum báðar þriggja barna mæður með brennandi áhuga á að styðja við líf foreldra. Við þekkjum af eigin raun gleðina, streituna, stoltið, álagið, lærdóminn og allt það sem fylgir með foreldrahlutverkinu. Við mætum foreldrum af skilning og auðmýkt.
Þetta kvöld er skipulagt sem hluti af verkefni í áfanganum Foreldrasamstarf og foreldrafræðslu. Það er skilyrði fyrir verkefnið að gerð verði upptaka af okkur að leiða þennan tíma. Sjónarhorn upptökunnar verður að okkur þannig að þátttakendur eiga ekki að sjást en mun heyrast frá þeim. Myndbandinu verður hvergi dreift nema til kennara áfangs Heather Cline og verður eytt út þegar áfanganum lýkur.

Additional information

Foreldrakvöld

13. nóvember, 15. nóvember, Bæði kvöldin

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira