Þorpið – Tengslasetur

Samferða; fjölskyldujóga - Viðburður

Samferða fjölskyldujóga – stakt skipti
Þriðjudaginn 13. Des Kl 16:00 – 16:50

Verið velkomin í notalegan sal Þorpsins í jógatíma fyrir fjölskylduna. Í tímanum læra foreldrar og börn einfaldar og skemmtilegar öndunar æfingar, jógastöður, slökun og hugleiðslu.

Halldóra leiðir tíman sem byrjar á stuttri kynningu og upphitun. Síðan taka jógaæfingar og leikir við sem kenndar eru með leikrænu ívafi sem hentar börnum á aldrinum 4 – 8 ára og endar jógað á slökun og stuttri hugleiðslu.

Í lokin er svo boðið upp á smá snarl og föndur, sem opnar rými fyrir foreldra til að slaka á og jafnvel leggjast aftur á dýnuna í nokkrar mínútur.

Innifalið í verðinu er aðgangur að leiksvæðinu hjá Fjölskyldulandi.
Við mælum með að mæta tímanlega og nýta tíman á leiksvæðinu fyrir Jógað. En einnig er hægt að gera það eftir tímann.

2.990kr.

Description

Halldóra er 35 ára móðir og lærður jógakennari fyrir börn og fullorðna. Hún hefur kennta jóga ólíkum stofnunum og jógastúdíóum víða um land, ásamt því að skipuleggja fjölskyldujóga á fjölbreyttum menningartengdum viðburðum frá 2015.

Helsti innblásturinn hennar Halldóru á rætur sínar í æsku hennar í sveitinni þar sem hún lifði í flæði við náttúru og dýr. Þar fyrir utan hefur hún lært leiklist og uppeldisfræði sem tvinna saman leikgleðina og fræðin. Hún brennur fyrir samveru foreldra og barna til að styrkja tengsl þeirra dags daglega

Additional information

Dagsetningar

22. nóvember, 29. nóvember, 6. desember, 13. desember

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira