Þorpið – Tengslasetur

Sale!

Sjálfstæði og tjáning barnsins

Börn geta gert svo margt, við þurfum bara að veita þeim tækifærin til þess. 

  • Börn geta notað kopp allt frá fæðingu, enda fæðast börn með þá eðlishvöt að vilja ekki óhreinka sig og sýna merki þess. Eliminaton Communication (EC) er náttúruleg og virðingarrík aðferð þar sem foreldrar/umönnunaraðilar lesa í tjáningu og takt barna sinna og bjóða þeim á koppinn þegar þau þurfa að gera þarfir sínar. Fjallað verður um helstu atriðin um koppanotkun ungbarna (EC).
  • Börn geta verið virkir þátttakendur á heimilinu og finnst oft gaman að taka þátt í hversdagslegum athöfnum eins og að velja sér föt, aðstoða við að undirbúa mat, setja í þvottavél, o.s.frv. Fjallað verður um Montessori kennsluaðferðina og hvernig hægt sé setja upp heimilið til að það sé aðgengilegt fyrir barnið og efla sjálfstæði þess. Montessori aðferðin leggur m.a. áherslu á sjálfstæði barnsins, virðingu, aðgengilegt umhverfi, náttúrulegar þarfir og áhuga barnsins.
  • Börn geta tjáð sig löngu áður en þau byrja að mynda orð. Tákn með tali er tjáskiptaaðferð þar sem einföld hreyfitákn eru notuð til stuðnings töluðu máli og er málörvandi fyrir öll ung börn. Fjallað verður um tákn með tali og hvernig aðferðin getur hjálpað börnum að tjá sig og hafa samskipti, hvort sem þau eru byrjuð að tala eða ekki.

Þessar þrjár aðferðir; Elimination communication, Montessori og Tákn með tali, eiga það meðal annars sameiginlegt að virða sjálfstæði og tjáningu barnsins og tvinnast allar vel saman.

2.900kr.

Description

Ég er móðir og lögfræðingur að mennt. Mér finnst mikilvægt að virða börn sem hæfa einstaklinga allt frá ungbarnaaldri. Ég hef mikinn áhuga á Montessori aðferðinni og styðst við þá aðferð í uppeldi dóttur minnar til þess að efla sjálfstæði hennar og bjóða henni að vera virkur þátttakandi á heimilinu, meðal annars með því að setja upp aðgengilegt umhverfi fyrir hana. Ég hef einnig mikinn áhuga á Elimination Communication (koppanotkun ungbarna) og heillaðist af þessari aðferð að bjóða ungabörnum á kopppinn þegar þau sýna merki þess að þurfa að gera þarfir sínar. Ég byrjaði að bjóða dóttur minni á koppinn frá því hún var 3. mánaða og nokkrum mánðum seinna var hún hætt að nota bleyjur á daginn. Þá hef ég einnig notast við tákn með tali með dóttur minni frá því hún var ungabarn sem hjálpaði henni að tjá sig, sérstaklega áður en hún byrjaði að tala. Þessar aðferðir hafa einfaldað mikið í uppeldinu hjá okkur fjölskyldunni. Ég vil endilega deila fróðleik og minni eigin reynslu með öðrum af þessum aðferðum svo fleiri geti notið góðs af því að styðjast við aðferðirnar með börnunum sínum.

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira