Þorpið – Tengslasetur

Sale!

Tengslamorgnar

Notaleg morgunstund foreldra og barna með áherslu á jafningjastuðning og frjálsan leik barna.

Í hverjum tíma byrjum við á hugvekju og slökun og sköpum svo rými fyrir tengingu í gegnum leik og umræður foreldra.

Boðið verður upp á létta hressingu undir lok tímans.

Þriðjudaga og föstudaga kl 9-10 (Húsið opnar 8.45)

ATH! Þú getur nýtt þér leiksvæði Fjölskyldulands eftir tímann fyrir 450 kr (fullt verð 2500kr)

1.500kr.

Description

Leiðbeinendur tímans verða Gyða Björg Sigurðardóttir og Perla Hafþórsdóttir en þær eru báðar mæður og hluti af meðvituðum foreldrum.

Gyða Björg Sigurðardóttir er fjögurra barna móðir, fyrirtækjaeigandi og áhugakona um viðringaríkar uppeldisaðferðir.

Perla Hafþórsdóttir er nemi í Uppeldis- og menntunarfræði. Hún brennur fyrir uppeldi og að skapa tækifæri fyrir börn til að tjá sig með fjölbreyttum leiðum. Hún er móðir sem hefur starfað sem deildarstjóri í leikskóla, skrifað greinar um uppeldi og heldur úti hlaðvarpinu Virðing í uppeldi ásamt fleiri góðum konum.

 

 

Additional information

Tengslamorgnar

Kort fyrir eitt foreldri og eitt barn, Kort fyrir tvo foreldra og eitt barn

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira