Þorpið – Tengslasetur

Sale!

Undirstöðuatriði RIE 4-9 mánaða - Lokað námskeið

Námskeiðið Undirstöðuatriði RIE dregur fyrirmynd sína af námskeiðum hjá The RIE Institution of America sem heita Parent – toddler Classes og Parent-infant Classes.

Foreldrar koma ásamt börnum sínum í tímann þar sem búið verður að stilla upp leikföngum og rými sem henntar þeim aldri barna sem eru á námskeiðinu hverju sinni. Svo koma foreldrar sér vel fyrir og trufla ekki leikrýmið nema þörf sé á. Á meðan foreldrar fylgjast með börnunum sínum uppgötva rýmið fer fram óformleg RIE-fræðsla í formi samtals. Hulda Margrét mun sjá um að halda utan um fræðsluna og foreldrum er frjálst að taka þátt í umræðunni og bera fram spurningar.

Í hverri viku verður ákveðið þema tengt þroska og færni ungra barna og fá þátttakendur póst þess efnis á mánudegi hverrar viku á meðan á námskeiðinu stendur.
Einnig verða í boði einkatímar á Zoom fyrir þátttakendur, fræðslupunktar og aukaefni.

Ath. Hámarskfjöldi 6 börn + foreldrar (mega vera báðir foreldrar!)

Fimm vikna námskeið sem er einu sinni í viku og hefst miðvikudaginn 5. október í Fjölskyldulandi frá 11-12

20.990kr.

Description

Hulda Margrét Brynjarsdóttir er tveggja barna móðir og var heimavinnandi húsmóðir með börnin sín til 3ja og 5 ára. Hún brennur fyrir geðheilsumálum barna og ungmenna, hefur kafað djúpt í virðingarrík uppeldisfræði, meðvitað uppeldi og m.a. klárað grunnnámskeið hjá RIE Institute of America þess efnis. Hulda vill leggja sitt af mörkum við að aðstoða foreldra í að innleiða virðingarríkt uppeldi og hefur sérstakan áhuga á forvörnum sem og heimakennslu barna á leikskólaaldri (e. homeschooling/unschooling). Hún situr nú í stjórn samtakanna Fyrstu Fimm sem berjast fyrir bættari barnamenningu á Íslandi og auknum valmöguleikum fyrir ungbarnafjölskyldur.

„Traust geðtengsl við umönnunaraðila eru allra besta veganesti sem börn geta fengið út í lífið og því besta forvörnin. Stór partur af því er að foreldri nái að vinna úr eigin reynslu og heila særða parta úr æsku – sem virðingarríkt uppeldi hvetur ósjálfrátt til“.

Hún mun deila sínu ljósi m.a. með RIE hópatímum fyrir foreldra barna 0-3ja ára og fyrirlestrum um virðingarríkt uppeldi.

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira