Ávinningur & samhljómur
Ýmislegt í samfélaginu okkar bendir til þess að vitneskja um mikilvægi tengsla barna við umönnunaraðila og mikilvægi fyrstu áranna sé að aukast, sem dæmi má nefna lengingu fæðingarorlofs en árið 2021 á að vera búið að lengja fæðingarorlof úr 9 mánuðum í 12 mánuði. Fá úrræði eru til þess að halda utan um þennan hóp eins og gert er í nágrannalöndum okkar, þar sem boðið er upp á rými til samveru og leiks með börnum. Augljóst er að styðja þarf við þarfir foreldra á þessu tímabili, jafningjastuðningur er nauðsynlegur og aðgengi að fræðslu og upplýsingum. Þorpið byggir ekki á einni ákveðinni fyrirmynd heldur byggist á fræðilegum rannsóknum og raunathugunum á því hvað fólk í íslensku samfélagi hefur þörf fyrir. Þorpinu er ætlað að draga úr félagslegri einangrun en þörf fyrir úrræði sem þetta er enn sterkari nú á tímum Covid19 þegar fjöldi foreldra býr við atvinnuleysi og eru í áhættuhóp fyrir heilsukvillum.


Forvarnargildi
Þorpið getur haft forvarnargildi, bæði sem fyrsta og annars stigs forvörn. Fyrsta stigs forvörn með því að styðja við fjölskyldur og tengsl þeirra innbyrðis og við aðrar fjölskyldur. Tengsl leiða til sterkari sjálfsmyndar, aukinnar samkenndar og betri samskipta við fullorðna og önnur börn. Samfélagsleg áhrif geta falist í því að börn brjóti síður af sér þegar fram líða stundir, búi við fátækt eða glíma við langvinnan geðvanda. Rannsóknir sýna að snemmtækur stuðningur og sálfélagsleg inngrip fyrir fjölskyldur ungbarna kosti lítið, miðað við samfélagslegan kostnað ef ekkert sé gert (Bauer, Parsonage, Knapp, Iemmi og Adelaja, 2014).
Einnig virkar Þorpið sem fyrsta stigs forvörn fyrir foreldra með því að sporna við einangrun þeirra og þannig draga úr líkum á sálfélagslegum. Auk þess að vera hvetjandi vettvangur til að hlúa að sjálfum sér.
Til viðbótar má leiða að því líkum að þjónusta Þorpsins þjóni einnig sem annars stigs forvörn með því að vera vettvangur fyrir einangraðar fjölskyldur og innflytjendur til þess að stíga inn í samfélagið og mynda tengsl. Að taka þátt í menningu landsins eykur lífsgæði, styrkir samfélagið samkvæmt menningarstefnu Íslands og dregur úr hættu á menningarlegri einangrun.
Samhljómur Þorpsins með stefnum, sáttmálum og lögum
- Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi Þar sem meginmarkmiðið er að stuðla að heilsueflandi samfélagi og bæta lýðheilsu á öllum aldursskeiðum með sérstakri áherslu á börn og ungmenni undir 18 ára.
- Stefna og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til 2020 en þar er eitt undirmarkmiðið að uppeldisskilyrði barna skuli stuðli að vellíðan þeirra.
- Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna kveður á í 18. grein um foreldrar eigi að bera ábyrgð á uppeldi barna sinna og taka mið að því sem er börnunum fyrir bestu.
- Markmið menntastefnu til ársins 2030 sem samþykkt var árið 2018 er ,,… áhersla á læsi, sjálfseflingu, skapandi hugsun, félagsfærni og heilbrigði barna… með megináherslu á nám í gegnum leik og vel ígrunduð og styðjandi samskipti.
Samfélagslegur samhljómur
- Fæðingarorlof verður lengt úr 9 mánuðum upp í 12 mánuði árið 2021. Þorpið skapar vettvang samveru og tengsla fyrir foreldra og börn á þessum mikilvægu mánuðum, í samvistum við aðrar fjölskyldur og fagaðila.
- Starfshópur hjá Reykjavíkurborg á árunum 2009-2011 sem kallaðist Blíð byrjun og snerist um að móta farsæla og aðgengilega byrjun/tengingar fjölskyldu og barns við þjónustu samfélagsins
- Foreldrar í facebook hópum hafa bent á að þeir upplifi að þeir þurfi að velja á milli tengsla við barnið sitt eða að barnið fái félagslega örvun í leikskóla.
- Með styttingu vinnuvikunnar má gera ráð fyrir að foreldrar hafi meiri tíma aflögu til þess að verja með börnunum sínum. Mikilvægt er að foreldrar styrki sig sjálfa til að geta verið til staðar til börnin sín og Þorpið skapar vettvang til þess.
- Hópurinn „Brúum bilið“ var stofnaður árið 2015 vegna þarfar á því að brúa bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla.
- Í könnun sem var gerð á tímabilinu 24. – 27. mars 2020, með 181 þátttakenda, sýndu niðurstöður að þörf er fyrir úrræði eins og Þorpið og að 58.6% foreldra myndu frekar kjósa að vera lengur heima með börnum sínum ef þjónusta sem þessi væri í boði. Einnig fengust upplýsingar um hversu oft fjölskyldur myndu sækja sér þjónustuna í viku þar sem yfir 82% svarenda gerði ráð fyrir að nýta sér þjónustuna einu sinni til þrisvar sinnum í viku auk þess sem niðurstöður bentu til þess að foreldrar myndu nýta sér þjónustuna jafnt um virka daga og um helgar. Þessi könnun varpar ljósi á þörf fyrir slíkt úrræði og sér í lagi vegna þess að Þorpið á sér ekki sambærilegan stað í samfélaginu.


Fjárhagslegur ávinningur fyrir sveitarfélög
- Það getur haft fjárhagslega jákvæð áhrif á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að í boði sé þjónusta líkt og Þorpið tengslasetur. Samkvæmt opinberum tölum frá Reykjavíkurborg síðan 2015 er leikskólapláss fyrir yngsta aldurshópinn hlutfallslega dýrast.
- Rannsóknir sýna að snemmtækur stuðningur og sálfélagsleg inngrip fyrir fjölskyldur ungbarna kosti lítið, miðað við samfélagslegan kostnað ef ekkert sé gert (Bauer, Parsonage, Knapp, Iemmi og Adelaja, 2014).
„Fyrir hverja krónu er hægt að spara 30 krónur miðað við að ekkert sé gert.“ – Anna María Jónsdóttir
Bauer, A., Parsonage, M., Knapp, M., Iemmi, V. og Adelaja, B. (2014). Costs of perinatal mental health problems. London, UK: London School of Economics and Political Science