Þá er langt liðið á september og kominn tími á september fréttabréfið sem er stútfullt af skemmtilegum fréttum og hagnýtum upplýsingum.
Fyrst og fremst þá er loksins komið að því, við erum að opna núna í október og byrjum strax núna um helgina! Og ekki nóg með það heldur erum við að opna á tveimur stöðum en við munum vera með aðsetur bæði í Fjölskyldulandi og Sólum.
Við munum nota þetta tækifæri til þess að aðeins aðskilja þjónustuna sem við munum bjóða upp á en í Fjölskyldulandi verður áherslan á námskeið og viðburði fyrir börn og svo foreldra og börn saman en í Sólum verður áherslan á það sem við munum bjóða upp á fyrir foreldra án barna.
Verðskrá
Hér er hægt að sjá verðskrá hjá okkur en það er hægt að kaupa árskort, 10 skipta klippikort og stakt skipti auk þess sem það er að sjálfsögðu hægt að kaupa stök námskeið og viðburði sem verða í boði.
Við viljum vekja athygli á því að þegar tímar eða námskeið hjá Þorpinu í Fjölskyldulandi eru sóttir þá fylgir aðgangur að leiksvæðinu á aðeins 450kr í stað 2500kr.
Sömuleiðis fylgir aðgangur að öllum opnum tímum í Sólum þegar tímar eða námskeið eru sóttir hjá Þorpinu í Sólum.
Núna til að byrja með erum við með kynningarverð á öllu svo það er um að gera að nota tækifærið og koma og prófa hjá okkur.
Einnig verður hægt að kaupa gjafabréf hjá okkur en það er tilvalin gjöf fyrir tilvonandi foreldra, í baby shower eða jafnvel sem skírnargjöf.
Opnir tímar og námskeið
Hér má sjá stundatöflur fyrir opna tíma hjá okkur bæði í Fjölskyldulandi og Sólum.
Við erum einnig að byrja með nokkur námskeið núna í október.
Námskeið í Fjölskyldulandi
Messy Play&Creative Family
A quality time for children and their parents TOGETHER.
Play, laugh and learn more about the baby’s nonverbal language and meet other families.
A messy fun way, all the fun with zero clean up!
A 6 week course that will be on sundays starting this sunday, october 2nd.
At 13:00-14:00 for 0-2 year olds and
14:00-15:00 for 2-4 year olds
Cost: 19.990 ISK/ 6 classes
02.10 Messy Play
09.10 Creative Family
16.10 Messy Play
23.10 Messy Play
30.10 Creative Family
06.11 Creative Family
This course will be held by Patrycja Baczek @celebrateandcreateiceland and Shelby Morgan @laugh_learn_play_
Undirstöðuatriði RIE
Foreldrar koma ásamt börnum sínum í tíman þar sem búið verður að stilla upp leikföngum og rými sem hentar þeim aldri barna sem eru á námskeiðinu hverju sinni.
Á meðan foreldrar fylgjast með börnunum sínum uppgötva rýmið fer fram óformleg RIE-fræðsla í formi samtals.
Í hverri viku verður ákveðið þema tengt þroska og færni ungra barna.
5 vikna námskeið sem verður 1x í viku á miðvikudögum og hefst miðvikudaginn 5. október
4-9 mánaða kl 11-12
10-18 mánaða kl 12-13
Námskeiðið er haldið af Huldu Margréti @leid.ad.uppeldi
„Þú mátt ekki koma í afmælið mitt!“ Þrepin 6 – Lausnaleit með börnum
Þrepin 6 byggja á þroskaferli barna og áratuga rannsóknum. Með því að nota þau sýnum við börnum virðingu, lærum að umorða setningar til að hjálpa börnum að greina tilfinningar sínar, þarfir og óskir og að hlusta á aðra. Þrepin auðvelda öllum umönnunaraðilum barna að takast á við árekstra og deilur á jákvæðan og styðjandi hátt.
Á námskeiðinu kynnumst við þrepunum ásamt því að æfa þau og læra að setja mörk á jákvæðan hátt.
4 vikna námskeið sem verður 1x í viku á miðvikudögum kl 20-21 og hefst miðvikudaginn 12. október.
Námskeiðið er haldið af Írisi Dögg Jóhannesdóttur en hún er aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Mánagarði þar sem unnið er eftir High Scope stefnunni.
Námskeið í Sólum
Embodiment Club – frá þekkingu í framkvæmd
Finndu kraftinn innra með þér!
Komdu í umbreytandi ferðalag þar sem þú færð tól til að tengjast taugakerfinu þínu til að vera við stýrið í daglegu lífi.
Þekking og stilling taugakerfis.
Hugarfar, viðhorf & undirmeðvitund.
Forgangsröðun, skipulag og ásetningur.
Praktískar aðferðir og stuðningur í daglegu lífi.
Námskeiðið innifelur:
– 2 vinnustofur
– 2 zoom fundir
– Lokað spjallsvæði
– Einkatími á zoom í boði
– Aðgengi að Mindful Surrender og Sjálfsvinsemd í Sólum
– Aðgengi að jógatímum í Sólum á meðan á námskeið stendur
Námskeiðið verður 9-30. október og er haldið af Öldu og Sólu, iðjuþjálfum @Wildlaslobas
Floorwork Flow – Inspired by Budoku
Exploring and fusing various movement disciplines to create a powerful FLOW.
4 vikna námskeið sem hefst 31. október og er haldið af Wayne Paul @zen.gorillas
Heilsuhöfnin 1. október
Fyrirtæki á Granda sem sérhæfa sig í heilsu og velferð koma saman undir regnhlíf Heilsuhafnarinnar og standa fyrir fríum kynningarviðburði laugardaginn 1. október. Kynnið ykkur dagskránna nánar hér.