Tengslasetur

Ég gast’etta; netfyrirlestur

„Ég gast´etta!“

Ung börn hafa innbyggðan áhuga á að læra og kanna.
Með hrósi og umbun kemur hvatinn utan frá og börnin fara að líta til hins fullorðna til að fá samþykki. Það dregur úr sjálfstæði þeirra og sjálfstrausti auk þess sem geta þeirra og vilji til að velja og/eða taka ákvarðanir minnkar.
Hvatning eykur orðaforða og málskilning og með lýsandi orðræðu sem fylgir hvatningu skynja börnin hvers þau eru megnug og þau læra að meta sig sjálf.
Orð skipta máli og við ætlum að greina á milli hróss og hvatningar og áhrifa þeirra með ýmsum leikjum og verkefnum.

 

 

4.990kr.

Description

Íris Dögg er sannkallaður barnahvíslari en hún hefur áratuga reynslu af starfi með börnum. Hún leggur mikla áherslu á að komið sé fram við börn eins og þau eiga skilið, að orðræðan í þeirra garð sé virðingarík og á þann hátt sem er hvetjandi fyrir virkt nám þeirra.

Íris starfar sem aðstoðarleikskólastjóri á leiksólanum Mánagarði. Þar sér hún m.a. Um að innleiða High-Scope stefnuna sem hjarta hennar slær í takt við.

High Socpe er stefna sem byggir á þeirri sýn að börn séu virkir þátttakendur og þau geti fylgt eftir persónulegum áhugamálum sínum.

Meginmarkmiðið er að auka færni barna við að leita lausna og styrkja sjálfstæða hugsun þeirra.

Hlý og vinaleg samskipti sem einkennast af virðingu, ýta undir og efla alhliða þroska barnsins samkvæmt stefnunni.

Íris verður með fyrirlestra/vinnustofur/námskeið fyrir fjölskyldur og aðra ummönunnaraðila ungra barna

 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira