Þorpið – Tengslasetur

Sale!

Hvað er til í skápunum heima

Hvað er til í skápunum heima? (60 mín)
Börn velkomin með –

Það leynist skemmtilegur efniviður á hverju heimili sem getur verið gaman að grípa í til að fá öðruvísi örvun fyrir skynfærin og/eða til að brjóta upp innidaga í veikindum, þegar það eru starfsdagar, langar helgar eða bara þegar þið finnið þörf til að breyta til.
Efniviðurinn sem leynist í skápum og hillum heima geta verið bæði hversdagslegir hlutir og matarkyns.
Við ætlum að kanna hvað leynist í skápunum heima og hvað er hægt að gera við þennan efnivið og auðvitað leika okkur með eitthvað af honum.

Næstu tímar eru laugardaginn 29. okt og 12. nóv

 

ATH. Þeir sem mæta í tíma, námskeið og viðburði hjá Þorpinu fá aðgang að leiksvæðinu í klukkutíma fyrir eða eftir á 450 kr per barn.

1.500kr.

Description

Íris Dögg er sannkallaður barnahvíslari en hún hefur áratuga reynslu af starfi með börnum. Hún leggur mikla áherslu á að komið sé fram við börn eins og þau eiga skilið, að orðræðan í þeirra garð sé virðingarík og á þann hátt sem er hvetjandi fyrir virkt nám þeirra.

Íris starfar sem aðstoðarleikskólastjóri á leiksólanum Mánagarði. Þar sér hún m.a. Um að innleiða High-Scope stefnuna sem hjarta hennar slær í takt við.

High Socpe er stefna sem byggir á þeirri sýn að börn séu virkir þátttakendur og þau geti fylgt eftir persónulegum áhugamálum sínum.

Meginmarkmiðið er að auka færni barna við að leita lausna og styrkja sjálfstæða hugsun þeirra.

Hlý og vinaleg samskipti sem einkennast af virðingu, ýta undir og efla alhliða þroska barnsins samkvæmt stefnunni.

Íris verður með fyrirlestra/vinnustofur/námskeið fyrir fjölskyldur og aðra ummönunnaraðila ungra barna

 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira