Þorpið – Tengslasetur

Sjálfsvinsemd @Ljósheimar

Ert þú þinn eigin velunnari? 

Sjálfsvinsemd gerir okkur kleift að vera okkar eigin velunnarar í stað þess að vera í óvild við sjálfan okkur, sérstaklega þegar illa stendur á. Það er okkur mörgum falið og jafnvel ómeðvitað hvernig við tölum við okkur sjálf og hvaða áhrif það hefur. Að sína sjálfum sér vinsemd, samkennd og kærleika getur haft gríðarlegar breytingar á líf okkar til hins betra. Tímar í sjálfsvinsemd í stundatöflu hefjast á Metta hugleiðslu, því næst ígrundum við saman um sjálfstal okkar og finnum leiðir til að nýta okkur sjálfsvinsemd í daglegu lífi. Sjálfsvinsemd hefur verið mér dýrmætt verkfæri í foreldrahlutverkinu en öll eigum við til að gera mistök og jafnvel bregðast við öðruvísi en við höfðum óskað. Saman leitumst við tileinka okkur sammannlegt viðhorf og  góðvild á kerfjandi augnablikum og flétta sálfsvinsemd okkar daglega lífi. Þessir tímar eru því einstaklega góðir fyrir uppalendur en einnig hvern sem er.

Verður í janúar.

Í Ljósheimum, Borgartúni 3

frá 19-20:30

3.990kr.

Description

Elsa er þriggja barna móðir. Hún er  menntuð í uppeldisfræði frá Hí og vinnur að meistararitgerð í Foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Hún hefur mikla reynslu af starfi með börnum. Hún hefur setið ýmis námskeið m.a í ígrundaðar samræður foreldra, í doulunámi, í raunfærnimati og vinnustofur í sjálfsvinsemd (e. Self compassion) hjá Kristin Neff. Elsa stundar jógakennaranám hjá Yogavin um þessar mundir.

Leiðarljós mitt er ávallt að styðja við foreldra á þeirra vegferð & vexti í uppeldinu

@elsaborgsveins

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira