Þorpið – Tengslasetur

Sale!

Tjáning og tengsl

Skemmtilegir tímar þar sem foreldrum og börnum gefst tækifæri til tengjast í gegnum ýmsa leiki og æfingar byggða á jóga og leiklist. 

Tímarnir henta börnum á aldrinum 3 til 6 ára með foreldri eða umönnunaraðila með sér. 

Tímarnir byrja með samveru í hring og þróast svo í dans, leiki og tjáningu og enda svo á slökun og rólegheitum. 

Allt sem gert er í tímanum er miðað að því að foreldrar og börn vinni saman eða hópurinn sem heild. 

Við hvetjum alla til að rannsaka barnið innra með sér, gleði og forvitni. Einnig viljum við nefna að allar æfingar eru boð og engin kvöð að taka þátt í einstaka æfingum.

ATH! Þeir sem mæta í tíma, námskeið og viðburði hjá Þorpinu fá aðgang að leiksvæðinu í klukkutíma fyrir eða eftir á 450 kr per barn.

1.500kr.

Description

Leiðbeinendur tímanna eru Halldóra Mark, Guðrún Bjarnadóttir og Snorri Hertervig

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira