Er lífið að líða hjá?
Enginn tími til að sinna þér?
Margir boltar á lofti og verkefni unnin í hálfkæringi?
Jafnvægi á milli fjölskyldu og vinnu ekki til staðar?
Þetta eru allt vandamál sem við, sem vinnandi mæður í nútímasamfélagi, höfum þurft að leysa og varð hvatinn fyrir þessari vinnusmiðju.
Vinnusmiðjan er einskonar endurstilling (reset) fyrir þig og þú munt ganga út með þekkingu og verkfæri sem gera þér kleift að halda betur utan um daglega lífið svo þú getir fengið það sem þú vilt út úr því.
Markmið okkar er að hjálpa konum eins og þér að upplifa fullnægðara líf 
Á þessari 4klst vinnusmiðju förum við yfir:
- Hvað flæðibókin er, hvernig hún eflir þína innri rödd og getur hjálpað þér að setja raunhæf markmið….. og ná þeim!
- Gagnreyndar og fjölbreyttar leiðir til þess að draga úr streitu – prófum jafnvel nokkrar þeirra.
- Leiðir til þess að gera skipulag að vana og ánægjulegri upplifun.
- Byrjum að setja upp flæðibókina og þú finnur þinn tilgang og þína uppsetningu.
Við munum taka hádegishlé þar sem léttar veitingar verða í boði.
Legðu inn þessar 4klst og fáðu þær margfalt til baka!
p.s. komdu með bók sem þú vilt nýta sem þína flæðibók. Við mælum með punktuðum bókum í a5 stærð. Samstarfsaðili okkar NAKANO er með mjög fallegt úrval en einnig er hægt að fá bækur í söstrene grene, a4 og tiger.
Vinnusmiðjan er í Síðumúla 35, 2.hæð
Laugardaginn 25.júní kl.10-14
Skráningu lýkur 23.júní.