Þorpið – Tengslasetur

Tengslamorgnar

Aldursviðmið: Fyrir allan aldur

Dagsetningar: Þriðjudaga og föstudaga

Tímasetningar: 8.30-10
Lýsing: Notaleg morgunstund foreldra og barna með áherslu á jafningjastuðning og frjálsan leik barna.

Í hverjum tíma byrjum við á hugvekju og slökun og sköpum svo rými fyrir tengingu í gegnum leik og umræður foreldra. Boðið verður upp á létta hressingu undir lok tímans.
Co-creator: Gyða og Perla

Feður fyrir feður

Opnir tímar til að efla félagstengsl og skapa vettvang fyrir fag- og jafningjastuðning fyrir feður 0-5 ára barna með börnum sínum.  Markmiðið er að gefa feðrum tæki og tól til að takast á við hið mikilvæga föðurhlutverk og njóta sín í föðurhlutverkinu í sterkum tengslum við barn sitt.

Co-creator: Ólafur Grétar Gunnarsson @medgongufraedsla

Tjáning og tengsl

Skemmtilegir tímar fyrir 3-6 ára þar sem foreldrum og börnum gefst tækifæri til tengjast í gegnum ýmsa leiki og æfingar byggða á jóga og leiklist. Tímarnir byrja með samveru í hring og þróast svo í dans, leiki og tjáningu og enda svo á slökun og rólegheitum. 
Allt sem gert er í tímanum er miðað að því að foreldrar og börn vinni saman eða hópurinn sem heild.
Allar æfingar eru boð og engin kvöð að taka þátt í einstaka æfingum.

Co-creator: Halldóra Mark @uppeldisahuginn, Guðrún Bjarna og Snorri Hertervig @snorrihertervig

Hvað er til í skápunum heima

Það leynist skemmtilegur efniviður á hverju heimili sem getur verið gaman að grípa í til að fá öðruvísi örvun fyrir skynfærin og/eða til að brjóta upp innidaga í veikindum, þegar það eru starfsdagar, langar helgar eða bara þegar þið finnið þörf til að breyta til.
Við ætlum að kanna hvað leynist í skápunum heima og hvað er hægt að gera við þennan efnivið og auðvitað leika okkur með eitthvað af honum.

Co-creator: Íris Dögg Jóhannesdóttir @leikskolinnmanagardur

Leið að uppeldi, samvera 0-3 ára

RIE samveran er miðuð að börnum 0-3ja ára og foreldrum þeirra. Foreldrar fá tækifæri til að kynna sér RIE uppeldisleiðina og opið RIE-vænt leikrými og leikföng á meðan barnið fær tækifæri til að leika innan um önnur börn og kanna rýmið á eigin forsendum. 
Rýmið er ekki síður hugsað sem grundvöllur fyrir foreldra á svipaðri vegferð til að kynnast.
Markmiðið er að bæði barn og foreldri njóti sín en jafnframt að hvort um sig fái einnig rými út af fyrir sig, á eigin forsendum.

Co-creator: Hulda Margrét Brynjarsdóttir @leid.ad.uppeldi

Á fjórum fótum

Komum saman á fjórum fótum og leikum okkur á sama tíma og við byggjum upp alhliða styrk og hreyfanleika.

Kynnumst okkur sjálfum og hvoru öðru betur í gegnum frumstæðar hreyfingar með eigin líkamsþyngd s.s. skrið, hreyfimynstur, þrautabraut. Nýttu tækifærið og endurlærðu það sem þú hefur gleymt, að beita þér eins og 4 ára. Miðað að börnum 3 ára og eldir en allir eru velkomnir.

Co-creator:
Númi Snær Katrínarson @movelab.is

Flottar fléttur

Í tímanum hittumst við með börnunum okkar og fáum kennslu í því að gera flottar fléttur í hárið á þeim. Tilvalið tækifæri til þess að tengjast þeim í gegnum augnablikið og á sama tíma tilvalið fyrir okkur pabbana að tengjast innbyrðis! 

Við lærum meðal annars að gera venjulega fléttu, fasta fléttu, öfuga fléttu og fiskifléttu. Krakkarnir fara því með fína hárgreiðslu inn í helgina og pabbarnir reynslunni ríkari! Komið með hárbursta og teygjur sem þið eigið til

Co-creator: Davíð Ostergaard @david.ostergaard og Elsa Borg Sveins @elsaborgsveins

Sjálfstæði og tjáning barnsins

Börn geta gert svo margt, við þurfum bara að veita þeim tækifærin til þess.
Við köfum ofan í þrjár aðferðir; Elimination communication, Montessori og Tákn með tali sem eiga það meðal annars sameiginlegt að virða sjálfstæði og tjáningu barnsins og tvinnast allar vel saman. 

Co-creator: Sóley Meyer @barnidsjalft

Tengslamorgnar

Aldursviðmið: Fyrir allan aldur

Dagsetningar: Þriðjudaga, föstudaga og laugardaga

Tímasetningar: 8.30-10
Lýsing: Notaleg morgunstund foreldra og barna með áherslu á jafningjastuðning og frjálsan leik barna.

Í hverjum tíma byrjum við á hugvekju og slökun og sköpum svo rými fyrir tengingu í gegnum leik og umræður foreldra. Boðið verður upp á létta hressingu undir lok tímans.
Co-creator: Elsa, Gyða, Perla og góðir gestir

 

Tjáning og tengsl

Skemmtilegir tímar fyrir 3-6 ára þar sem foreldrum og börnum gefst tækifæri til tengjast í gegnum ýmsa leiki og æfingar byggða á jóga og leiklist. Tímarnir byrja með samveru í hring og þróast svo í dans, leiki og tjáningu og enda svo á slökun og rólegheitum. 
Allt sem gert er í tímanum er miðað að því að foreldrar og börn vinni saman eða hópurinn sem heild.
Allar æfingar eru boð og engin kvöð að taka þátt í einstaka æfingum.

Co-creator: Halldóra Mark @uppeldisahuginn, Guðrún Bjarna og Snorri Hertervig @snorrihertervig

Floorwork Flow

Vissir þú að með því að hreyfa okkur á nýjan hátt gefst okkur líka tækifæri til þess að kynnast sjálfum okkur á nýjan hátt?


Í þessum tímum lögð er áhersla á að flæða úr einni hreyfingu í aðra en til þess byggjum við upp alhliða styrk og þá sérstaklega kviðstyrk, hreyfanleika og samhæfingu líkama og huga. Umfram allt erum við að leika okkur, vera skapandi og á sama tíma að öðlast aukinn skilning á eigin líkama. 


 

Sjálfsvinsemd

Ert þú þinn eigin velunnari?

Sjálfsvinsemd gerir okkur kleift að vera okkar eigin velunnarar í stað þess að vera í óvild við sjálfan okkur, sérstaklega þegar illa stendur á. Það er okkur mörgum falið og jafnvel ómeðvitað hvernig við tölum við okkur sjálf og hvaða áhrif það hefur. Að sýna sjálfum sér vinsemd, samkennd og kærleika getur haft gríðarlegar breytingar á líf okkar til hins betra. Tímar í sjálfsvinsemd í stundatöflu hefjast á Metta hugleiðslu, því næst ígrundum við saman um sjálfstal okkar og finnum leiðir til að nýta okkur sjálfsvinsemd í daglegu lífi. Sjálfsvinsemd hefur verið mér dýrmætt verkfæri í foreldrahlutverkinu en öll eigum við til að gera mistök og jafnvel bregðast við öðruvísi en við höfðum óskað. Saman leitumst við tileinka okkur sammannlegt viðhorf og  góðvild á kerfjandi augnablikum og flétta sjálfsvinsemd okkar daglega lífi. Þessir tímar eru því einstaklega góðir fyrir uppalendur en einnig hvern sem er.

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira