Tengslasetur

Hittu Teymið

Alda Pálsdóttir

Stofnandi

alda@tengslasetur.is

Alda Pálsdóttir er menntaður iðjuþjálfi og jógakennari. Hún hefur unnið með breiðum hópi einstaklinga sem glíma við ólíkar áskoranir. Alda hefur í starfi sínu unnið með náttúrumeðferð (e. adventure therapy) og er einn af stofnendum samtaka um náttúrumeðferð á Íslandi sem og að hafa verið fulltrúi Íslands í norrænum samtökum um náttúrumeðferð.

Alda hefur áhuga á velferð barna og því forvarnargildi sem það felur í sér og var hún ein af stofnendum hagsmunasamtakanna Fyrstu Fimm. Mikilvægi tengsla í barnæsku varð Öldu augljós í starfi hennar með fullorðnum einstaklingum sem glímdu við áskoranir af geðræðnum toga og eftir að hún varð sjálf barnshafandi jókst áhugi hennar á þeim efnum til muna því hún fann að við sem samfélag getum gert enn betur til að styðja við fjölskyldur.

Alda hefur ánægju af því að verja tíma í náttúru og ýmiskonar iðkun sem eflir andann.

Sólveig Kristín Björgólfsdóttir

Stofnandi

solveig@tengslasetur.is

Sólveig Kristín Björgólfsdóttir er menntaður iðjuþjálfi, hún hefur starfað við umönnun aldraðra og verið leiðbeinandi á leikskóla. Síðasta starf hennar var í Ljósinu endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda þar sem hún hefur unnið samhliða náminu.

Áhugasvið Sólveigar er fjölbreytt en það sem stendur upp úr er áhugi hennar á því sem viðkemur uppeldi barna, sjálfsrækt og skilning á umheiminum. Eftir að hún eignaðist sín eigin börn varð hún mjög meðvituð um þarfir þeirra, tengslamyndun og hversu miklu máli það skiptir að rækta sig sem foreldri til þess að geta verið heilshugar til staðar fyrir börnin sín. Sólveig hefur sótt námskeið um endurhæfingu, uppeldismál og sjálfsvinnu.


Sigrún Birna Kristjánsdóttir

Lögfræðingur

alda@tengslasetur.is

Sigrún Birna Kristjánsdóttir eða Sibba eins og hún er oftast kölluð er með ML. í lögfræði og er nú á Framabraut hjá Promennt að læra bókhald.

Upprunalega var hugmyndin að hún yrði „möppudýr“ við Þorpið, en hún tók svo U-beygju þegar hún fann stóru ástríðuna í lífinu og brennandi áhuga á Doulu-störfum og heimafæðingum, samhliða „holistic“ aðferðarfræði varðandi heilun mannslíkamans með náttúrunni. Hún er því núna Doulu-nemi undir handleiðslu Soffíu Bæringsdóttur, samhliða því að hafa setið og situr fjölbreytt námskeið um hormónakerfi kvenna og leyndardóma grasalækninga.

Sibba hefur djúpstæðan áhuga á öllu sem við kemur innri kerfum mannlegs samfélags og hvernig megi styrkja innviði þess þegar kemur að velferð barna. Hennar útgangspunktur í þeim efnum um þessar mundir er áherslan á að mæður og makar fái viðunandi fræðslu og utanumhald á meðgöngu og í fæðingarferlinu,  sem eru að hennar mati grunnstoðir farsæls upphafs uppeldisins. Hennar draumur er að mæður séu séðar og að þær fái heildstæðan stuðning  strax á meðgöngu; stuðning sem mæður eigi skili að njóta þar til þær finni fyrir öryggi og sjálfstæði í móðurhlutverkinu.

Sæunn Pétursdóttir

Iðjuþjálfi

saeunn@tengslasetur.is

Sæunn Pétursdóttir er iðjuþjálfi og móðir. Hún hefur sem iðjuþjálfi unnið með börnum og fjölskyldum þeirra  á Æfingastöðinni og  í skamman tíma með öldruðum. Hún hefur einnig víðtæka reynsla af umönnunarstörfum með ólíkum hópum samfélagsins. Sæunn er einn af stofnendum samtaka um náttúrumeðferð á íslandi auk þess sem hún sat í stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands í fjögur ár.

Sæunn hefur mikinn áhuga á velferð barna og sá áhugi jókst til muna þegar hún varð móðir sjálf, þá fór hún að kynna sér málefnið frá ólíkum hliðum. Sæunn leggur áherslu á að lifa hæglátu lífi þar sem sonur hennar fær fjölmörg tækifæri til að njóta samvista við báða foreldra sína og náttúruna. Hún hefur einnig mikinn áhuga á því að brasa í eldhúsinu og stunda ýmiskonar útivist.

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira