Tengslasetur

Ráðgjafateymið

Alda Pálsdóttir

Alda leggur áherslu á fólk finni sínar leiðir til upplifa aukna seiglu og velsæld í sínu daglega lífi með að styrkja tengsl líkama og huga. 

Alda hefur lært iðjuþjálfun, náttúrumeðferð og jógakennslu og er stöðugt að afla sér nýrrar þekkingar. Hún hefur sérhæft sig í líkamsmiðuðum nálgunum og því hvernig taugakerfið, streita og áföll hafa áhrif á okkar daglegu athafnir og líðan. Með fjölbreyttan bakgrunn vefur hún saman  ýmsum leiðum til aukinnar sjálfsþekkingar eins og hreyfingu, núvitund, virkjun skynfæra og ígrundun. Allt með það að marki að fólk geti átt í betri samskiptum, fyrst og fremst við sjálft sig og svo við aðra, hvort sem það er við börn, maka, vini, vinnufélaga eða ættingja. Við erum jú tengslategund í grunninn og gæði tengsla okkar við aðra hefur áhrif á hversu mikla velsæld við upplifum. 

Alda hefur lengst af unnið á geðsviði og í endurhæfingarúrræðum sem sérfræðingur og verkefnastjóri. Hún hefur einnig að starfa með börnum og unglingum á Æfingastöð SLF og fór þar að leiða náttúrumeðferðarhópa (e. adventure therapy) hér á landi og í Evrópu.

Í kjölfar starfa á geðsviði og með því að verað foreldri sjálf fóru forvarnir að vera henni hjartans mál og að byggja börnum sem bestar aðstæður til að vaxa úr grasi og hámarka eiginleika sína. Síðustu ár hefur hún því starfað við stofnun forvarnarverkefna tengdum hagsmunum fjölskyldna eins og Tengslasetur, hagsmunasamtökin Fyrstu Fimm og Fjölskylduland.

Auk þess að bjóða upp á einstaklinsþjónustu og viðburði í Tengslasetri, starfar hún sem iðjuþjálfi í Ljósinu og kennir líkamsvitundartímana Mindful Moves  í The Movement Lab

alda@tengslasetur.is

Davíð Östergaard

Davíð er tveggja barna faðir sem hefur áhuga á nokkurnveginn öllu. Hann hefur lokið háskólaprófi í uppeldis- og menntunarfræði og leggur nú lokahönd á meistaraverkefni sitt í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Þá hefur hann starfað lengi á sviði félagsþjónustunnar við hin ýmsu verkefni. Hjá Tengslasetrinu notast hann hvað mest við samtals- og ígrundunaraðferðir þar sem samspil tilfinninga, lífstíls, gildismats og praktískra atriða er í forgrunni. Markmiðið er alltaf að leita lausna við þeim vandamálum sem kunna að vera til staðar, að leyfa því sem sérkennir okkur að blómstra og að tengjast bæði sjálfum okkur og öðrum í sambærilegri stöðu.

Helstu áherslur Davíðs snúa að öllu því sem viðkemur skilnaði og samvistarslitum foreldra, en samvinnuhættir viðkomandi hafa töluvert forspárgild um farsæld barna sem hafa reynt skilnað foreldra sinna. Rauði þráðurinn í gegnum allt ofangreint er alltaf velferð og vellíðan viðkomandi aðila og beiting aðferða sem stuðla að heilnæmum þroska einstaklingsins sem og fjölskyldunnar í heild sinni.

Með þá hugsjón að leiðarljósi að sterkt tengslanet kalli fram það besta í fari feðra heldur Davíð einnig utan ýmiskonar félagsstarf undir hatti Tengslaseturs. Má þar nefna Pabbakórinn, Pabbapíluklúbbinn, gönguhópinn Garp og fleiri hópa sem munu vaxa með tíð og tíma. Þá verða reglulega haldnir sérstakir hittingar sem einkennast af jafningastuðningi meðal þeirra sem deila sambærilegum reynsluheimi – eitthvað sem hefur sýnt sig að styrki menn í þeim fjölbreytilegu áskorunum sem steðja að.

í samfélagi með öðrum, sem samhuga eru, virðast nefnilega allir vegir færir!

Elsa Borg Sveinsdóttir

Elsa er menntaður foreldra- og uppeldisfræðingur og jógakennari.  

Hún leggur áherslu á samtalsaðferðir, ígrundun og ýmsar leiðir til að vingast við sjálfan sig og taugakerfið sitt.  Ásamt hagnýtum æfingum sem efla tengsl við sjálfan sig, börn sín og aðra. Heilunarvinna sem eykur streitustjórnun og vellíðan og hentar einstaklingum sem og foreldrum. Elsa hefur fjölbreytta reynslu af starfi með börnum og fullorðnum.

Hún styður við foreldra og fjölskyldur sem eru að upplifa áskoranir í uppeldinu. Hvort sem það eru erfiðleikar hjá börnunum eða foreldrunum.

Elsa er lærdómsfús og ólm í að afla sér þekkingar og hefur setið hin ýmsu námskeið og vinnustofur sem samtvinnast stuðningi hennar og ráðgjöf. Þar má nefna ígrundaðar samræður foreldra (RDPED), polyvagal informed treatment, fierce self compassion, the power of mindful self compassion, Tengslavandi barna,  doulunámskeið. Ásamt þjálfun í að leiða Invest in play og Incredible years foreldrafærni prógröm.

Elsa starfar einnig sem verkefnastjóri þróunarverkefnis um foreldrafærni við HÍ og kennir jóga í Yogavin studio.

elsa@tengslasetur.is

Kristín Björg Viggósdóttir

Kristín Björg er foreldra- og uppeldisfræðingur, iðjuþjálfi, jógakennari og með MA í dans- og hreyfimeðferð (e. Dance Movement therapy). 

Kristín er þriggja barna móðir sem henni finnst meiri lærdómur en nokkur háskólagráða. Helstu áhugasvið Kristínar eru virðing og tengsl í uppeldi, skynúrvinnslu kenningar (e. sensory integration) og allt sem viðkemur vinnu með líkamann. 

Ráðgjöfin og stuðningurinn getur falist í samtali og hagnýtum æfingar til að styrkja þig og barnið þitt og gera ykkur sterkari saman. Við getum kafað dýpra í atvik eða mynstur í samskiptum við þig og barnið þitt. Einnig getum við ígrundað hvað hefur mótað þig sem foreldri og hvað úr þinni æsku fylgir þér inn foreldrahlutverkið. Sumt getur verið gagnlegt en annað hindrun.

Í sumum tilfellum er gagnlegt að foreldrar og barn komi saman í tímann til að gera æfingar/verkefni sem styrkja tengslin. Einnig kennum við æfingar sem styrkja taugakerfi þitt sem foreldri og geta gefið þér styrk á krefjandi tímum.

Dæmi um ástæður til að leita til þjónustu foreldra- og uppeldisfræðings:

Hegðun barnsins þíns veldur þér áhyggjum

-Þér finnst erfitt að skilja hegðun barnsins þíns

-Þér finnst enginn ráð virka eða erfitt að tileinka þér uppeldisráð

-Þú ert ekki ein/einn/eitt við getum aðstoðað þig og veitt þér stuðning.

kristin@tengslasetur.is

Sólveig Kristín Björgólfsdóttir

Sólveig  er menntaður iðjuþjálfi, hún hefur starfað við umönnun aldraðra og verið leiðbeinandi á leikskóla. Síðasta starf hennar var í Ljósinu endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda þar sem hún hefur unnið samhliða náminu.

Áhugasvið Sólveigar er fjölbreytt en það sem stendur upp úr er áhugi hennar á því sem viðkemur uppeldi barna, sjálfsrækt og skilning á umheiminum. Eftir að hún eignaðist sín eigin börn varð hún mjög meðvituð um þarfir þeirra, tengslamyndun og hversu miklu máli það skiptir að rækta sig sem foreldri til þess að geta verið heilshugar til staðar fyrir börnin sín. Sólveig hefur sótt námskeið um endurhæfingu, uppeldismál og sjálfsvinnu.

solveig@tengslasetur.is

Sérstakar þakkir

Sigríður Rún Ólafsdóttir

Sérstakar þakkir til Siggu fyrir að sjá um heimasíðu og tæknimál  Tengslaseturs. Sigga er móðir þriggja ára drengs og hefur lokið námi í BSc fjármálaverkfræði og brennur fyrir því að aðstoða einstaklinga í að koma sinni ástríðu á framfæri.
Ef þú vilt fá aðstoð frá Siggu hafðu þá samband á siggarun@gmail.com

Auður Ýr

Sérstakar þakkir til Auðar fyrir að myndskreita Tengslasetur. Auður er tveggja barna móðir, myndskreitir og húðflúrari.
Kíktu á verkin hennar á @auduryrtattoo á Instagram

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira