Þorpið – Tengslasetur

Þorpið tengslasetur

Þorpið tengslasetur snýr að því að valdefla einstaklinga, foreldra og fjölskyldur. Það byggir á hugmyndinni að það þurfi þorp til að ala upp barn, og þorp til að styðja við foreldra þess.

 

Æskuárin skipta sköpum og leggja grunninn að því hvernig við náum að hámarka eiginleika okkar þegar fram líða stundir. Okkur hjá Þorpinu þykir því mikilvægt að hlúa að þeim aðilum sem annast börn með einum eða öðrum hætti svo þeir upplifi sig sem örugga leiðtoga í eigin lífi. Þannig eru þeir í stakk búnir að vera til staðar fyrir sig og sína. Ósk okkar er að börn vaxi úr grasi með sterka sjálfsmynd og seiglu til að takast á við lífið.

Þorpið styður einstaklinga, börn og foreldra með ráðgjöf, námskeiðum og fjölbreyttum viðburðum.  

Í ráðgjafateymi Þorpsins vinna iðjuþjálfar og uppeldis- og foreldrafræðingar sem teymi til að styðja fjölskyldur á sem heildrænastan máta. 

Fyrir hverja er Þorpið?

  • Fyrir alla þá sem vilja læra að þekkja sig, viðbrögð sín og undirrætur (e.triggers) sínar betur.
  • Fyrir þá sem vilja vingast við sjálfa sig og taugakerfið sitt.
  • Fyrir þá sem vilja læra að bera kennsl á streituþætti, auka jafnvægi og vellíðan í daglegu lífi.
  • Fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem eru að bíða eftir þjónustu vegna hegðunar, færni eða óhefðbundinnar skynúrvinnslu .
  • Fyrir verðandi foreldra eða einstaklinga í barnaeignarferli.
  • Fyrir foreldra sem vilja aukinn stuðning í uppeldinu.
  • Fyrir foreldra sem upplifa bugun og úrræðaleysi í uppeldinu.
  • Fyrir foreldra sem vija kynnast uppeldisarfi sínum og taka meðvitaða ákvörðun um hvað þeir taka með sér og hvað þeir skilja eftir. 
  • Fyrir foreldra sem vilja öðlast meiri trú á sig í uppeldishlutverkinu. 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira