Ráðgjafateymið
Alda Pálsdóttir
Alda er menntaður iðjuþjálfi og jógakennari og leggur áherslu á að styrkja innri og ytri tengsl í gegnum huga, líkama, taugakerfi og daglegar athafanir.
Alda er stöðugt að afla sér nýrrar þekkingar en hefur sérhæft sig í tengslamiðaðri nálgun, áföllum, náttúrumeðferð og líkamsmiðuðum meðferðum.
Alda hefur lengst af unnið á geðsviði og í endurhæfingarúrræðum sem sérfræðingur og verkefnastjóri. Hún hefur einnig að starfa með börnum og unglingum á Æfingastöð SLF og fór þar að leiða náttúrumeðferðarhópa (e. adventure therapy).
Síðustu ár hefur hún starfað við stofnun forvarnsverkefna tengdum hagsmunum fjölskyldunnar s.s. Tengslasetur, hagsmunasamtökin Fyrstu Fimm og Fjölskyldulands.
Auk þess að bjóða upp á einstaklinsþjónustu í Þorpinu tengslasetri, starfar hún hjá Ljósinu og kennir jógatíma í movelab.is og yogaogheilsa.is
Elsa Borg Sveinsdóttir
Elsa Borg er Meistaranemi í Foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf við HÍ. Hún er með BA í Uppeldis- og menntunarfræðum. Elsa hefur einnig mikla reynslu af starfi með börnum. Elsa er einn stofnanda Foreldrafræðsla.is. Hún hefur setið ýmis hagnýt námskeið m.a í ígrundaðar samræður foreldra, í doulunámi, Yin jógakennaranámi, í raunfærnimati og vinnustofur í sjálfsvinsemd.
Þegar Elsa varð foreldri varð henni fljótt ljóst að velferð barna veltur að mestu leyti á velferð, þekkingu og reynslu uppalenda þeirra. Hún hefur því lengi haft ástríðu fyrir því að skapa vettvang þar sem uppalendur hafa tækifæri til að afla sér þekkingar um uppeldi, styðja við hvort annað og læra hvort af öðru. Vettvang þar sem möguleikar eru fyrir uppalendur að hlúa að sjálfum sér, samböndum sínum við börn sín og fjölskyldu.
Kristín Björg Viggósdóttir
Kristín Björg er iðjuþjálfi og foreldra- og uppeldisfræðingur ásamt því að vera þriggja barna móður. Hún hefur starfað með börnum og foreldrum og staðið fyrir foreldramorgnum. Kristín er mikill áhugamaður um tengsl og virðingu í uppeldi og meðlimur í Meðvituðum Foreldrum.
Sérstakar þakkir til Siggu fyrir að sjá um heimasíðu og tæknimál Þorpsins – tengslaseturs. Sigga er móðir þriggja ára drengs og hefur lokið námi í BSc fjármálaverkfræði og brennur fyrir því að aðstoða einstaklinga í að koma sinni ástríðu á framfæri.
Ef þú vilt fá aðstoð frá Siggu hafðu þá samband á siggarun@gmail.com
Sérstakar þakkir til Auðar fyrir að myndskreita Þorpið – tengslasetur. Auður er tveggja barna móðir, myndskreitir og húðflúrari.
Kíktu á verkin hennar á @auduryrtattoo á Instagra