Tengslasetur

Fyrir þig og þína

Í Tengslasetri vinnum við að því að styðja einstaklinga og fjölskyldur til að ná jafnvægi, tengjast á ný og takast á við áskoranir daglegs lífs. Þjónustan okkar samanstendur af iðjuþjálfun, uppeldisráðgjöf og skilnaðarráðgjöf, sem öll eru byggð á gagnreyndum aðferðum. Við veitum fólki þau verkfæri og stuðning sem það þarf til að ná persónulegum markmiðum, efla tengsl innan fjölskyldunnar og finna jafnvægi í streitumiklu samfélagi. 

Við bjóðum einnig upp á fjölbreytt úrval af námskeiðum, viðburðum og fræðsluerindum sem miða að því að bæta líðan og styrkja tengsl. Taktu fyrsta skrefið í átt að betra lífi með því að bóka tíma hjá sérfræðingum okkar og fá lausnir sem virka fyrir þig og fjölskyldu þína.

noona.is/tengslasetur. 

PISTLAR OG FRÉTTIR

Okkar Framlag

Tímar í stundatöflu

Í Þorpinu verða í boði tímar í stundatöflu sem miða að því að styrkja tengsl í gegnum nærandi upplifanir. Annars vegar upplifanir fyrir börn og umönnunaraðila saman og hinsvegar fyrir umönnunaraðila sérstaklega. 

Þetta eru tímar á borð við fjölskyldujóga, skapandi þematíma, leiklist, sjálfseflingu og slökun svo eitthvað sé nefnt.

Viðburðirnir eru flæðandi eftir þörfum þeirra sem sækja Þorpið hverju sinni.

Námskeið og fræðsla

Til þess að efla umönnunaraðila sem leiðtoga í eigin lífi og lífi barna sinna býður Þorpið upp á fræðslu og námskeið. Námskeiðin okkar eru byggð á örfyrirlestrum, verkefnum og umræðum og fræðsluerindin eru til þess gerð að styðja við uppalendur í daglegu lífi. Margir ástríðufullir og fróðir einstaklingar eru hluti af Þorpinu og miðla sinni þekkingu til þeirra sem þjónustuna sækja.

Stuðningur við umönnunar-aðila

Þegar þú sækir þjónustu hjá þorpinu, ertu ekki einungis að sækja þér þekkingu. Þú hefur auk þess aðgang að þeim stuðning sem þú þarft til þess að innleiða það sem skiptir þig máli inn í daglega lífið þitt.

Þjónusta fyrir stofnanir og fyrirtæki

Þorpið – tengslasetur býður fræðslu og námskeið til stofnana sem og fyrirtækja sem vilja styrkja starfsmenn sína, efla í að viðhalda jafnvægi í daglegu lífi og draga úr streitu.

Teymið okkar

Alda Pálsdóttir

Stofnandi
alda@tengslasetur.is

Alda er meðstofnandi Þorpsins tengslaseturs og mamma. Hún hefur starfað sem iðjuþjálfi á geðsviði og með börnum og brennur fyrir forvörnum í æsku og stofnaði hagsmunasamtökin Fyrstu fimm í þeim tilgangi.

Sólveig Kristín Björgólfsdóttir

Stofnandi
solveig@tengslasetur.is

Sólveig Kristín er meðstofnandi Þorpsins tengslasetur. Hún er menntuð sem iðjuþjálfi og hefur ástríðu fyrir því að hjálpa fólki að finna sinn tilgang. Sólveig á tvö börn sem eru drifkraftur hennar til þess að byggja heilbrigðara og hamingjusamara samfélag.

Sigrún Birna Kristjánsdóttir

Lögfræðingur
sibba@tengslasetur.is

Sigrún Birna er hluti af frábæru teymi Þorpsins tengslaseturs. Hún er með masters gráðu í lögfræði og er doulu nemi, hún hefur ástríðu fyrir því að kafa ofan í leyndardóma þess magnaða ferlis sem meðganga, fæðing og sængurlega er.

Sæunn Pétursdóttir

Iðjuþjálfi
saeunn@tengslasetur.is

Iðjuþjálfi og móðir. Hún hefur sem iðjuþjálfi unnið með börnum og fjölskyldum þeirra  á Æfingastöðinni og  í skamman tíma með öldruðum. Hún hefur einnig víðtæka reynsla af umönnunarstörfum með ólíkum hópum samfélagsins. Sæunn er einn af stofnendum samtaka um náttúrumeðferð á íslandi auk þess sem hún sat í stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands í fjögur ár. 

Umsagnir

Sigrún Júlíusdóttir
Sigrún JúlíusdóttirPrófessor emeritus í félagsráðgjöf við HÍ og þerapisti hjá Tengsl/Samskiptastöðin
Þorpið - tengslasetur er mikilvægt framtak í að styðja við samveru fjölskyldna og styrkja ungbarnamenningu hér á landi. Það er einn liður í því að styðja foreldra í hlutverkum sínum í samfélagi annara foreldra og fagaðila. Með þátttöku sinni skapa foreldrar sér um leið  vitund  og val  um hverskonar fjölskyldulífi þeir vilja lifa.
Ólafur Grétar Gunnarsson
Ólafur Grétar GunnarssonFjölskyldu- og hjónaráðgjafi
Foreldrahlutverkið er verðmætt tækifæri sem fólk fær til þroska og sjálfsstyrkingar. Að vera góður uppalandi er ekki sjálfgefið eða meðfætt. Á sama hátt og það þarf þorp til að ala upp barn þarf barn til að ala upp þorp. Samband foreldra og barna er gagnvirkt og foreldrar þurfa að vera sem best búnir til að lesa í þarfir barnsins og mæta þeim.   Fræðsla frá fagfólki, jafningjafræðsla- og samvera er farvegur til að fanga gleðina og ævintýrið sem börnin gefa. Okkar tegund lærir með því að gera. Í bók sinni „Outliers“ fjallar Gladwell um að það taki 10.000 klukkustundir að verða góður í einhverju. Hér er vettvangur til að leita leiða til að foreldar eigi sem besta möguleika á að ná þessum klukkustundum fyrr frekar en seinna. Ég fagna af öllu hjarta  framtakinu Þorpið tengslasetur og óska veg þess sem færsælastan.
Sæunn Kjartansdóttir
Sæunn KjartansdóttirHjúkr­un­ar­fræðing­ur og sál­grein­ir frá Ar­bours Associati­on í London
Það besta sem samfélag gerir fyrir börn sín er að hugsa vel um foreldra þeirra. Liður í því er að draga úr einangrun foreldra með ungbörn, stuðla að tengslum þeirra á milli og auðvelda aðgengi að faglegri aðstoð. Loks hyllir undir slíkt úrræði. Þorpið - tengslasetur mun veita nauðsynlegan vettvang fyrir foreldra til að umgangast aðra foreldra með börn sín, sækja sér fræðslu og faglegan stuðning. Við höfum beðið eftir Þorpinu.
Anna Guðný Torfadóttir
Anna Guðný TorfadóttirMóðir og heilsumarkþjálfi
Ég hefði gefið mikið fyrir að það hefði verið til eitthvað eins og þorpið þegar að ég var heima með son minn fyrstu 3 árin. Þó að ég elskaði að vera með hann heima og að fylgja hjartanu mínu þar; að þá upplifði ég mig eina. Ég er svo þakklát að þorpið sé að fæðast til þess að styðja við börn og foreldra. Þessi fyrstu ár eru svo dýrmæt og þau koma aldrei aftur.
Anna María Jónsdóttir
Anna María Jónsdóttir@usernameBarna- unglinga- og almennur geðlæknir
Úrræði eins og Þorpið hefur því margfalt gildi, bæði samfélagslega og persónulega fyrir fjölskyldur ungra barna. Það er ómetanlegt fyrir foreldra að hafa val um fleiri leiðir til að styrkja sig í foreldrahlutverkinu, njóta samvista við aðrar fjölskyldur og fá stuðning, fræðslu og snemmtæk inngrip frá fagfólki. (Lesa meira)
No feed selected to display.

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira