Í Þorpinu verða í boði tímar í stundatöflu sem miða að því að styrkja tengsl í gegnum nærandi upplifanir. Annars vegar upplifanir fyrir börn og umönnunaraðila saman og hinsvegar fyrir umönnunaraðila sérstaklega.
Þetta eru tímar á borð við fjölskyldujóga, skapandi þematíma, leiklist, sjálfseflingu og slökun svo eitthvað sé nefnt.
Viðburðirnir eru flæðandi eftir þörfum þeirra sem sækja Þorpið hverju sinni.
Til þess að efla umönnunaraðila sem leiðtoga í eigin lífi og lífi barna sinna býður Þorpið upp á fræðslu og námskeið. Námskeiðin okkar eru byggð á örfyrirlestrum, verkefnum og umræðum og fræðsluerindin eru til þess gerð að styðja við uppalendur í daglegu lífi. Margir ástríðufullir og fróðir einstaklingar eru hluti af Þorpinu og miðla sinni þekkingu til þeirra sem þjónustuna sækja.
Þegar þú sækir þjónustu hjá þorpinu, ertu ekki einungis að sækja þér þekkingu. Þú hefur auk þess aðgang að þeim stuðning sem þú þarft til þess að innleiða það sem skiptir þig máli inn í daglega lífið þitt.
Þorpið – tengslasetur býður fræðslu og námskeið til stofnana sem og fyrirtækja sem vilja styrkja starfsmenn sína, efla í að viðhalda jafnvægi í daglegu lífi og draga úr streitu.
Stofnandi
alda@tengslasetur.is
Alda er meðstofnandi Þorpsins tengslaseturs og mamma. Hún hefur starfað sem iðjuþjálfi á geðsviði og með börnum og brennur fyrir forvörnum í æsku og stofnaði hagsmunasamtökin Fyrstu fimm í þeim tilgangi.
Stofnandi
solveig@tengslasetur.is
Sólveig Kristín er meðstofnandi Þorpsins tengslasetur. Hún er menntuð sem iðjuþjálfi og hefur ástríðu fyrir því að hjálpa fólki að finna sinn tilgang. Sólveig á tvö börn sem eru drifkraftur hennar til þess að byggja heilbrigðara og hamingjusamara samfélag.
Lögfræðingur
sibba@tengslasetur.is
Sigrún Birna er hluti af frábæru teymi Þorpsins tengslaseturs. Hún er með masters gráðu í lögfræði og er doulu nemi, hún hefur ástríðu fyrir því að kafa ofan í leyndardóma þess magnaða ferlis sem meðganga, fæðing og sængurlega er.
Iðjuþjálfi
saeunn@tengslasetur.is
Iðjuþjálfi og móðir. Hún hefur sem iðjuþjálfi unnið með börnum og fjölskyldum þeirra á Æfingastöðinni og í skamman tíma með öldruðum. Hún hefur einnig víðtæka reynsla af umönnunarstörfum með ólíkum hópum samfélagsins. Sæunn er einn af stofnendum samtaka um náttúrumeðferð á íslandi auk þess sem hún sat í stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands í fjögur ár.
Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.
Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar. Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira