
Alda Pálsdóttir
Alda er menntaður iðjuþjálfi og jógakennari og leggur áherslu á að styrkja innri og ytri tengsl í gegnum huga, líkama, taugakerfi og daglegar athafanir.
Alda er stöðugt að afla sér nýrrar þekkingar en hefur sérhæft sig í taugakerfinu, tengslum og áföllum, náttúrumeðferð og líkamsmiðuðum meðferðum.
Alda hefur lengst af unnið á geðsviði og í endurhæfingarúrræðum sem sérfræðingur og verkefnastjóri. Hún hefur einnig að starfa með börnum og unglingum á Æfingastöð SLF og fór þar að leiða náttúrumeðferðarhópa (e. adventure therapy) hér á landi og í Evrópu.
Síðustu ár hefur hún starfað við stofnun forvarnarverkefna tengdum hagsmunum fjölskyldunnar eins og Þorpið -tengslasetur, hagsmunasamtökin Fyrstu Fimm og Fjölskylduland.
Auk þess að bjóða upp á einstaklinsþjónustu í Þorpinu tengslasetri, starfar hún hjá Ljósinu og kennir jógatíma í movelab.is og yogaogheilsa.is
alda@tengslasetur.is