Þorpið – Tengslasetur

Ráðgjafateymið

Alda Pálsdóttir

Alda er menntaður iðjuþjálfi og jógakennari og leggur áherslu á að styrkja innri og ytri tengsl í gegnum huga, líkama, taugakerfi og daglegar athafanir.

Alda er stöðugt að afla sér nýrrar þekkingar en hefur sérhæft sig í taugakerfinu,  tengslum og áföllum, náttúrumeðferð og líkamsmiðuðum meðferðum.

Alda hefur lengst af unnið á geðsviði og í endurhæfingarúrræðum sem sérfræðingur og verkefnastjóri. Hún hefur einnig að starfa með börnum og unglingum á Æfingastöð SLF og fór þar að leiða náttúrumeðferðarhópa (e. adventure therapy) hér á landi og í Evrópu.
Síðustu ár hefur hún starfað við stofnun forvarnarverkefna tengdum hagsmunum fjölskyldunnar eins og Þorpið -tengslasetur, hagsmunasamtökin Fyrstu Fimm og Fjölskylduland.

Auk þess að bjóða upp á einstaklinsþjónustu í Þorpinu tengslasetri, starfar hún hjá Ljósinu og kennir jógatíma í movelab.is og yogaogheilsa.is

alda@tengslasetur.is

Elsa Borg Sveinsdóttir

Elsa er menntaður foreldra- og uppeldisfræðingur og jógakennari. Hún leggur áherslu á samtalsaðferðir, ígrundun og ýmsar lieðir til að vingast við sjálfan sig og taugakerfið sitt. Elsa hefur einnig mikinn áhuga á leik og heilunar-krafti hans. Hennar markmið er að styðja við einstaklinga, foreldra, börn og fjölskyldur á sinni vegferð í lífinu.

Elsa er lærdómsfús og ólm í að afla sér þekkingar og hefur setið hin ýmsu námskeið og vinnustofur. Þar má nefna ígrundaðar samræður foreldra (RDPED), polyvagal informed treatment, fierce self compassion, the power of mindful self compassion, doulunámskeið, BIO TRIO (erasmus verkefni um samskipti) o.fl

Elsa starfar einnig sem verkefnastjóri þróunarverkefnis um foreldrafærni við HÍ og kennir jóga í Yogavin studio.

elsa@tengslasetur.is

Kristín Björg Viggósdóttir

Kristín Björg er menntaður foreldra- og uppeldisfræðingur, iðjuþjálfi, jógakennari og með MA í dans- og hreyfimeðferð (e. Dance Movement therapy).  Einn mesti lærdómur Kristínar í lífinu hefur verið að eignast þrjú börn sem henni finnst meiri lærdómur en nokkur háskólagráða.

Kristín leggur áherslu á samtalsaðferðir eða ígrundaðar samræður sem foreldra- og uppeldisfræði eru byggð á. Í ígrunduðum samræðum er lögð áhersla að varpa fram spurningum um uppeldishlutverkið og styðja foreldra í að ígrunda og hugleiða hvernig þeir bregðast við í mismunandi aðstæðum. Kristín vinnur einnig með undirrót (e. trigger) vandans í gegnum hugleiðslu, núvitund og fleira. Það er hennar trú að foreldrar læri best með því að uppgötva sjálfir bestu leiðina í uppeldinu með stuðningi frá öðrum. 

Helstu áhugasvið Kristínar eru virðing og tengsl í uppeldi, skynúrvinnslu kenningar (e. sensory integration) og allt sem viðkemur vinnu með líkamann. Í vinnu með börnum hefur Kristín notað skynúrvinnslu, leik og dans í meðferð með góðum árangri. Kristín býður einnig upp á tengsla vinnu með barni og foreldri saman.

Kristín hefur staðið fyrir mörgum foreldramorgnum ásamt fleirum í félaginu Meðvitaðir foreldrar. Kristín og Elsa munu bjóða upp á litla hópa fyrir foreldra með svipaðar áskoranir.

kristin@tengslasetur.is

Sólveig Kristín Björgólfsdóttir

Sólveig  er menntaður iðjuþjálfi, hún hefur starfað við umönnun aldraðra og verið leiðbeinandi á leikskóla. Síðasta starf hennar var í Ljósinu endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda þar sem hún hefur unnið samhliða náminu.

Áhugasvið Sólveigar er fjölbreytt en það sem stendur upp úr er áhugi hennar á því sem viðkemur uppeldi barna, sjálfsrækt og skilning á umheiminum. Eftir að hún eignaðist sín eigin börn varð hún mjög meðvituð um þarfir þeirra, tengslamyndun og hversu miklu máli það skiptir að rækta sig sem foreldri til þess að geta verið heilshugar til staðar fyrir börnin sín. Sólveig hefur sótt námskeið um endurhæfingu, uppeldismál og sjálfsvinnu.

solveig@tengslasetur.is

Netþjónustuteymið

Hulda Margrét

Hulda Margrét er tveggja barna móðir og var heimavinnandi húsmóðir með börnin sín til 3ja og 5 ára.  Hún brennur fyrir geðheilsumálum barna og ungmenna, hefur kafað djúpt í virðingarrík uppeldisfræði, meðvitað uppeldi og m.a. klárað grunnnámskeið hjá RIE Institute of America þess efnis.  Hulda vill leggja sitt af mörkum við að aðstoða foreldra í að innleiða virðingarríkt uppeldi og hefur sérstakan áhuga á forvörnum sem og heimakennslu barna á leikskólaaldri (e. homeschooling/unschooling).    Hún situr nú í stjórn samtakanna Fyrstu Fimm sem berjast fyrir bættari barnamenningu á Íslandi og auknum valmöguleikum fyrir ungbarnafjölskyldur.      „Traust geðtengsl við umönnunaraðila eru allra besta veganesti sem börn geta fengið út í lífið og því besta forvörnin.  Stór partur af því er að foreldri nái að vinna úr eigin reynslu og heila særða parta úr æsku – sem virðingarríkt uppeldi hvetur ósjálfrátt til“. Hún mun deila sínu ljósi m.a. með RIE námskeiðum og hópatímum fyrir foreldra barna 0-3ja ára og fyrirlestrum um virðingarríkt uppeldi.

Íris Dögg Jóhannesdóttir

Íris Dögg er sannkallaður barnahvíslari en hún hefur áratuga reynslu af starfi með börnum. Hún leggur mikla áherslu á að komið sé fram við börn eins og þau eiga skilið, að orðræðan í þeirra garð sé virðingarík og á þann hátt sem er hvetjandi fyrir virkt nám þeirra.Íris starfar sem aðstoðarleikskólastjóri á leiksólanum Mánagarði. Þar sér hún m.a. Um að innleiða High-Scope stefnuna sem hjarta hennar slær í takt við.High Socpe er stefna sem byggir á þeirri sýn að börn séu virkir þátttakendur og þau geti fylgt eftir persónulegum áhugamálum sínum.Meginmarkmiðið er að auka færni barna við að leita lausna og styrkja sjálfstæða hugsun þeirra.Hlý og vinaleg samskipti sem einkennast af virðingu, ýta undir og efla alhliða þroska barnsins samkvæmt stefnunni.

Íris er með neterindið Ég gast’etta um hvernig megi nota hvatningu ti lað efla sjálfstraust og sjálfstæði barna.

Iðjukraftur

Iðjukraftur samanstendur af Öldu og Sólveigu iðjuþjálfum stofnendum Þorpsins; tensgslaseturs þar sem þær deila gagnreyndum leiðum til að gera breytingar til þess að draga úr streitu og lifa fullnægðara lífi. Þær halda úti miðlinum @idjukraftur á Instagram og þú getur séð þjónustu þeirra nánar á idjukraftur.is

Þær eru með námskeiðin Að temja innri apann og Yfirsýn; skipulag sem hentar þérAuk þess halda þær erindi fyrir hópa og fyrirtæki.

Shelby Morgan

Shelby Morgan is a M.Ed, CAS, Guidance Counselor. Shelby loves to learn new things and has a special interest in parental communication, Autism education and infant development.

Shelby has a B.Sc in Human Development and Family Studies from Texas Tech University as well as a M.Ed in Guidance and Counseling from Angelo State University and has a leyfisbref in náms og-starfráðgjafi, in addition Shelby has completed one year of the M.Ed program of Special Education Teaching at University of Iceland and is currently on her last year of Applied Behavioral Analysis program at HR to become a Board Certified Behavioral Analysis (Atferlisþjálfi). She is a Certified Autism Specialist, and has worked in departments for children with autism and special education for many years from leikskóli to 10th grade, with a wide range of abilities

She offers the courses Tantrum Tamers and Að setja mörk, both held in english.

Sérstakar þakkir

Sigríður Rún Ólafsdóttir

Sérstakar þakkir til Siggu fyrir að sjá um heimasíðu og tæknimál Þorpsins – tengslaseturs. Sigga er móðir þriggja ára drengs og hefur lokið námi í BSc fjármálaverkfræði og brennur fyrir því að aðstoða einstaklinga í að koma sinni ástríðu á framfæri.
Ef þú vilt fá aðstoð frá Siggu hafðu þá samband á siggarun@gmail.com

Auður Ýr

Sérstakar þakkir til Auðar fyrir að myndskreita Þorpið – tengslasetur. Auður er tveggja barna móðir, myndskreitir og húðflúrari.
Kíktu á verkin hennar á @auduryrtattoo á Instagram

Sara Rós

Sérstakar þakkir til Söru fyrir að aðstoðina við samfélagsmiðla Þorpsins tengsalseturs.
Sara á 2 stráka sem eru fæddir árið 2006 og 2013, hún er menntaður félagsliði, auk þess að hafa lagt stund á NLP markþjálfun, markþjálfun, ráðgjafanám og krakka yoga kennaranám. Hennar helsta ástríða er móðurhlutverkið, að skrifa smásögur og ljóð, yoga og hugleiðsla, að læra nýja hluti, fræða aðra, að vinna með börnum og unglingum og aðstoða aðra að vaxa, útivera og að vera í náttúrunni.  Sara Rós á og rekur fyrirtækið Lífsstefnu sem sérhæfir sig í vöruhönnun og fræðslu. Lífsstefna er með eflandi vörur fyrir fólk á öllum aldri, en Sara hefur þó sérstaklega mikinn áhuga á því að búa til vörur sem eru hugsaðar til að efla börn og unglinga á uppbyggjandi hátt. Vörur sem geta hjálpað börnum að öðlast meiri tilfinningagreind, sjálfsþekkingu og að efla sjálfstraust sitt. Hún er virk á samfélagsmiðlum og er einnig er með grúbbu á Facebook sem heitir Lífsstefna Krakkar og er hún hugsuð sem vettvangur fyrir foreldra og fólk sem vinnur með börnum og unglingum og vilja efla þau á uppbyggjandi hátt.

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira