Ráðgjafateymið
Alda Pálsdóttir
Alda er menntaður iðjuþjálfi og jógakennari og leggur áherslu á að styrkja innri og ytri tengsl í gegnum huga, líkama, taugakerfi og daglegar athafanir.
Alda er stöðugt að afla sér nýrrar þekkingar en hefur sérhæft sig í tengslamiðaðri nálgun, áföllum, náttúrumeðferð og líkamsmiðuðum meðferðum.
Alda hefur lengst af unnið á geðsviði og í endurhæfingarúrræðum sem sérfræðingur og verkefnastjóri. Hún hefur einnig að starfa með börnum og unglingum á Æfingastöð SLF og fór þar að leiða náttúrumeðferðarhópa (e. adventure therapy).
Síðustu ár hefur hún starfað við stofnun forvarnsverkefna tengdum hagsmunum fjölskyldunnar s.s. Tengslasetur, hagsmunasamtökin Fyrstu Fimm og Fjölskyldulands.
Auk þess að bjóða upp á einstaklinsþjónustu í Þorpinu tengslasetri, starfar hún hjá Ljósinu og kennir jógatíma í movelab.is og yogaogheilsa.is
Elsa Borg Sveinsdóttir
Elsa Borg er Meistaranemi í Foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf við HÍ. Hún er með BA í Uppeldis- og menntunarfræðum. Elsa hefur einnig mikla reynslu af starfi með börnum. Elsa er einn stofnanda Foreldrafræðsla.is. Hún hefur setið ýmis hagnýt námskeið m.a í ígrundaðar samræður foreldra, í doulunámi, Yin jógakennaranámi, í raunfærnimati og vinnustofur í sjálfsvinsemd.
Þegar Elsa varð foreldri varð henni fljótt ljóst að velferð barna veltur að mestu leyti á velferð, þekkingu og reynslu uppalenda þeirra. Hún hefur því lengi haft ástríðu fyrir því að skapa vettvang þar sem uppalendur hafa tækifæri til að afla sér þekkingar um uppeldi, styðja við hvort annað og læra hvort af öðru. Vettvang þar sem möguleikar eru fyrir uppalendur að hlúa að sjálfum sér, samböndum sínum við börn sín og fjölskyldu.
Kristín Björg Viggósdóttir
Kristín Björg er iðjuþjálfi og foreldra- og uppeldisfræðingur ásamt því að vera þriggja barna móður. Hún hefur starfað með börnum og foreldrum og staðið fyrir foreldramorgnum. Kristín er mikill áhugamaður um tengsl og virðingu í uppeldi og meðlimur í Meðvituðum Foreldrum.
Netþjónustuteymið
Hulda Margrét er tveggja barna móðir og var heimavinnandi húsmóðir með börnin sín til 3ja og 5 ára. Hún brennur fyrir geðheilsumálum barna og ungmenna, hefur kafað djúpt í virðingarrík uppeldisfræði, meðvitað uppeldi og m.a. klárað grunnnámskeið hjá RIE Institute of America þess efnis. Hulda vill leggja sitt af mörkum við að aðstoða foreldra í að innleiða virðingarríkt uppeldi og hefur sérstakan áhuga á forvörnum sem og heimakennslu barna á leikskólaaldri (e. homeschooling/unschooling). Hún situr nú í stjórn samtakanna Fyrstu Fimm sem berjast fyrir bættari barnamenningu á Íslandi og auknum valmöguleikum fyrir ungbarnafjölskyldur. „Traust geðtengsl við umönnunaraðila eru allra besta veganesti sem börn geta fengið út í lífið og því besta forvörnin. Stór partur af því er að foreldri nái að vinna úr eigin reynslu og heila særða parta úr æsku – sem virðingarríkt uppeldi hvetur ósjálfrátt til“. Hún mun deila sínu ljósi m.a. með RIE námskeiðum og hópatímum fyrir foreldra barna 0-3ja ára og fyrirlestrum um virðingarríkt uppeldi.
Íris Dögg er sannkallaður barnahvíslari en hún hefur áratuga reynslu af starfi með börnum. Hún leggur mikla áherslu á að komið sé fram við börn eins og þau eiga skilið, að orðræðan í þeirra garð sé virðingarík og á þann hátt sem er hvetjandi fyrir virkt nám þeirra.Íris starfar sem aðstoðarleikskólastjóri á leiksólanum Mánagarði. Þar sér hún m.a. Um að innleiða High-Scope stefnuna sem hjarta hennar slær í takt við.High Socpe er stefna sem byggir á þeirri sýn að börn séu virkir þátttakendur og þau geti fylgt eftir persónulegum áhugamálum sínum.Meginmarkmiðið er að auka færni barna við að leita lausna og styrkja sjálfstæða hugsun þeirra.Hlý og vinaleg samskipti sem einkennast af virðingu, ýta undir og efla alhliða þroska barnsins samkvæmt stefnunni.
Iðjukraftur samanstendur af Öldu og Sólveigu iðjuþjálfum stofnendum Þorpsins; tensgslaseturs þar sem þær deila gagnreyndum leiðum til að gera breytingar til þess að draga úr streitu og lifa fullnægðara lífi. Þær halda úti miðlinum @idjukraftur á Instagram og þú getur séð þjónustu þeirra nánar á idjukraftur.is
Þær eru með námskeiðin Að temja innri apann og Yfirsýn; skipulag sem hentar þér. Auk þess halda þær erindi fyrir hópa og fyrirtæki.
Sérstakar þakkir til Siggu fyrir að sjá um heimasíðu og tæknimál Þorpsins – tengslaseturs. Sigga er móðir þriggja ára drengs og hefur lokið námi í BSc fjármálaverkfræði og brennur fyrir því að aðstoða einstaklinga í að koma sinni ástríðu á framfæri.
Ef þú vilt fá aðstoð frá Siggu hafðu þá samband á siggarun@gmail.com
Sérstakar þakkir til Auðar fyrir að myndskreita Þorpið – tengslasetur. Auður er tveggja barna móðir, myndskreitir og húðflúrari.
Kíktu á verkin hennar á @auduryrtattoo á Instagram
Sérstakar þakkir til Söru fyrir að aðstoðina við samfélagsmiðla Þorpsins tengsalseturs.
Sara á 2 stráka sem eru fæddir árið 2006 og 2013, hún er menntaður félagsliði, auk þess að hafa lagt stund á NLP markþjálfun, markþjálfun, ráðgjafanám og krakka yoga kennaranám. Hennar helsta ástríða er móðurhlutverkið, að skrifa smásögur og ljóð, yoga og hugleiðsla, að læra nýja hluti, fræða aðra, að vinna með börnum og unglingum og aðstoða aðra að vaxa, útivera og að vera í náttúrunni. Sara Rós á og rekur fyrirtækið Lífsstefnu sem sérhæfir sig í vöruhönnun og fræðslu. Lífsstefna er með eflandi vörur fyrir fólk á öllum aldri, en Sara hefur þó sérstaklega mikinn áhuga á því að búa til vörur sem eru hugsaðar til að efla börn og unglinga á uppbyggjandi hátt. Vörur sem geta hjálpað börnum að öðlast meiri tilfinningagreind, sjálfsþekkingu og að efla sjálfstraust sitt. Hún er virk á samfélagsmiðlum og er einnig er með grúbbu á Facebook sem heitir Lífsstefna Krakkar og er hún hugsuð sem vettvangur fyrir foreldra og fólk sem vinnur með börnum og unglingum og vilja efla þau á uppbyggjandi hátt.