Kjarni Þorpsins tengslasetur er Co-Creator samfélagið sem er fullt af skapandi og ástríðufullum einstaklingum sem trúa á heilbrigðara samfélag. Þeir vilja leggja sitt af mörkum með því að lifa í takt við sína ástríðu og deila einstakri sýn og hæfileikum með börnum og fjölskyldum þeirra.
Davíð Ostergaard er tveggja barna faðir sem hefur áhuga á nokkurnveginn öllu. Hann hefur lokið grunnnámi í uppeldis- og menntunarfræði/mannfræði og stundar nú nám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf á meistarastigi. Undanfarið hefur ástríða hans hvað helst kristallast í samskiptum foreldra og barna, virðingarríku uppeldi, sjálfræði og einstaklingsmiðun í menntun, núvitund og jákvæðri sálfræði, samvinnuuppeldi foreldra og tilhögunarmálum barna sem búa á tveimur heimilum. Rauði þráðurinn í gegnum allt ofangreint er alltaf velferð og vellíðan viðkomandi aðila og beiting aðferða sem stuðla að heilnæmum þroska einstaklingsins sem og fjölskyldunnar í heild sinni.Davíð nýtir eðlislæga forvitni sína sem drifkraft til þess að vinna með einstaklingum og/eða fjölskyldum sem hafa hug á því að eflast á tilteknu sviði með það að leiðarljósi að ná sem heillavænlegustum árangri.
´
Halldóra Mark er barnajógakennari, leikkona og menntuð í uppeldisfræði. Hún á 3 ára strák og brennur fyrir því að börn og foreldrar njóti þess að vera saman, samferða í gegnum lífið. Hún er hluti af hæfileikaríku leiklistargengi Þorpsins sem mun halda utan um tímana Tjáning og tengsl fyrir foreldra og börn saman.
Hulda Margrét Brynjarsdóttir er tveggja barna móðir og var heimavinnandi húsmóðir með börnin sín til 3ja og 5 ára. Hún brennur fyrir geðheilsumálum barna og ungmenna, hefur kafað djúpt í virðingarrík uppeldisfræði, meðvitað uppeldi og m.a. klárað grunnnámskeið hjá RIE Institute of America þess efnis. Hulda vill leggja sitt af mörkum við að aðstoða foreldra í að innleiða virðingarríkt uppeldi og hefur sérstakan áhuga á forvörnum sem og heimakennslu barna á leikskólaaldri (e. homeschooling/unschooling). Hún situr nú í stjórn samtakanna Fyrstu Fimm sem berjast fyrir bættari barnamenningu á Íslandi og auknum valmöguleikum fyrir ungbarnafjölskyldur. „Traust geðtengsl við umönnunaraðila eru allra besta veganesti sem börn geta fengið út í lífið og því besta forvörnin. Stór partur af því er að foreldri nái að vinna úr eigin reynslu og heila særða parta úr æsku – sem virðingarríkt uppeldi hvetur ósjálfrátt til“. Hún mun deila sínu ljósi m.a. með RIE námskeiðum og hópatímum fyrir foreldra barna 0-3ja ára og fyrirlestrum um virðingarríkt uppeldi.
Elsa er Meistaranemi í Foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf við HÍ. Hún er með BA í Uppeldis- og menntunarfræðum. Elsa hefur einnig mikla reynslu af starfi með börnum. Elsa er einn stofnanda Foreldrafræðsla.is. Hún hefur setið ýmis hagnýt námskeið m.a í ígrundaðar samræður foreldra, í doulunámi, Yin jógakennaranámi, í raunfærnimati og vinnustofur í sjálfsvinsemd.
Þegar Elsa varð foreldri varð henni fljótt ljóst að velferð barna veltur að mestu leyti á velferð, þekkingu og reynslu uppalenda þeirra. Hún hefur því lengi haft ástríðu fyrir því að skapa vettvang þar sem uppalendur hafa tækifæri til að afla sér þekkingar um uppeldi, styðja við hvort annað og læra hvort af öðru. Vettvang þar sem möguleikar eru fyrir uppalendur að hlúa að sjálfum sér, samböndum sínum við börn sín og fjölskyldu. Elsa sér fyrir sér að bjóða upp á námskeið, vinnustofur o.f.l í Þorpinu.
Ólafur Grétar Gunnarsson er tveggja barna faðir og afi, hann er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og Gottman Bringing Baby Home Educator. Hann hefur tekið þátt í þróun á sviði tengsla foreldra við börn síðan á síðustu öld og nú síðast í 1001 dags hópnum og Fyrstu fimm.
Ólafur mun bjóða upp á námskeið og þjónustu sem styður við parasambandið og sérstaka fræðslu og aðstoð fyrir verðandi og nýja feður.

Halldóra Birta er tveggja barna móðir sem er að klára BA í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands auk þess að hafa margra ára reynslu af því að vinna hjá Reykjavíkurborg með fötluðum ungmennum.Síðustu ár hefur hún lokið ýmsum námskeiðum og tileinkað sér víðamikla reynslu og þekkingu þegar kemur að taugakerfinu, hugrænni atferlismeðferð, áföllum, streitu og fleiru. Halldóra Birta hefur sérstaklega mikinn áhuga á foreldra kulnun, eða parental burnout, og því hvernig hægt væri að auka stuðning og úrræði fyrir þá foreldra sem annaðhvort eru komnir í burnout eða stefna þangað en síðastliðin ár hefur orðið stóraukning í foreldra kulnun og eru þeir sem annað hvort hafa lítinn stuðning eða bakland og svo foreldra barna með langvarandi vanda þar fremstir í flokki. Eftir að hafa séð hversu mikil vöntun er á úrræðum og stuðningi fyrir þennan hóp stofnaði hún Neistasmiðjuna og stefnir að því að bjóða upp á námskeið og workshop sem munu aðallega leitast við að styðja og styrkja foreldra í foreldrahlutverkinu og aðstoða við jákvæða tengslamyndun á milli foreldra og barna.
Patrycja Bączek is a dancer and mover, dance teacher, Pilates Core – medical training – instructor, Tónagull – music class – teacher, Dance/Movement Therapist in training, creator of Creative Movement for Families. She loves to learn and use expressive arts in my daily life and in my work. Patrycja is hosting courses and classes in Þorpið for parents and kids together that focus on movement, music and sensory awareness through play.
Shelby Morgan is a M.Ed, CAS, Guidance Counselor. Shelby loves to learn new things and has a special interest in parental communication, Autism education and infant development.
Shelby has a B.Sc in Human Development and Family Studies from Texas Tech University as well as a M.Ed in Guidance and Counseling from Angelo State University and has a leyfisbref in náms og-starfráðgjafi, in addition Shelby has completed one year of the M.Ed program of Special Education Teaching at University of Iceland and is currently on her last year of Applied Behavioral Analysis program at HR to become a Board Certified Behavioral Analysis (Atferlisþjálfi). She is a Certified Autism Specialist, and has worked in departments for children with autism and special education for many years from leikskóli to 10th grade, with a wide range of abilities.
Snorri er á lokastigi i mastersnámi í listkennslu. Við nám í vöruhönnun lagði hann áherslu á samfélagslega hönnun með rannsóknum á nátturumeðferðum og núverandi skjáumhverfi barna í samhengi við innsetningar fyrir upplifanir barna. Hvernig skal hlúa að þroska þeirra í því samfélagi sem þau búa í, í gegnum listir og leik? Hann hefur meira en áratugs reynslu í barnastarfi, með börnum með viðkvæman bakgrunn, ásamt í grunn og leikskólum, leikjarnámskeiðum og yoga kennslu fyrir börn. Snorri brennur fyrir tengingu í gegnum leikinn. Við lærdóminn sem á sér stað frá leikgleði, samvinnu og trausti, enda telur hann mesta lærdóminn eiga sér stað frá börnum sem miðla í samhengi leiksins.
Íris Dögg er sannkallaður barnahvíslari en hún hefur áratuga reynslu af starfi með börnum. Hún leggur mikla áherslu á að komið sé fram við börn eins og þau eiga skilið, að orðræðan í þeirra garð sé virðingarík og á þann hátt sem er hvetjandi fyrir virkt nám þeirra.Íris starfar sem aðstoðarleikskólastjóri á leiksólanum Mánagarði. Þar sér hún m.a. Um að innleiða High-Scope stefnuna sem hjarta hennar slær í takt við.High Socpe er stefna sem byggir á þeirri sýn að börn séu virkir þátttakendur og þau geti fylgt eftir persónulegum áhugamálum sínum.Meginmarkmiðið er að auka færni barna við að leita lausna og styrkja sjálfstæða hugsun þeirra.Hlý og vinaleg samskipti sem einkennast af virðingu, ýta undir og efla alhliða þroska barnsins samkvæmt stefnunni.

Sóley Meyer er móðir og lögfræðingur að mennt. Henni þykir mikilvægt að virða börn sem hæfa einstaklinga allt frá ungbarnaaldri. Hún hefur mikinn áhuga á Montessori aðferðinni og styðst við þá aðferð í uppeldi dóttur sinnar til þess að efla sjálfstæði hennar og bjóða henni að vera virkur þátttakandi á heimilinu, meðal annars með því að setja upp aðgengilegt umhverfi fyrir hana. Hún hefur einnig mikinn áhuga á Elimination Communication (koppanotkun ungbarna) og heillaðist af þeirri aðferð að bjóða ungabörnum á kopppinn þegar þau sýna merki þess að þurfa að gera þarfir sínar. Hún byrjaði að bjóða dóttur sinni á koppinn frá því hún var 3. mánaða og nokkrum mánðum seinna var hún hætt að nota bleyjur á daginn. Þá hefur hún einnig notast við tákn með tali með dóttur sinni frá því hún var ungabarn sem hjálpaði henni að tjá sig, sérstaklega áður en hún byrjaði að tala. Þessar aðferðir hafa einfaldað mikið í uppeldinu hjá fjölskyldunni. Sóley ætlar að deila þeim fróðleik sem hún hefur sankað að sér, ásamt eigin reynslu, með þeim sem sækja tíma hennar í Þorpinu svo áhugasamir foreldrar geti notið góð af eins og hún og hennar fjölskylda hafa gert.
Perla Hafþórsdóttir er nemi í Uppeldis- og menntunarfræði. Hún brennur fyrir uppeldi og að skapa tækifæri fyrir börn til að tjá sig með fjölbreyttum leiðum. Hún er móðir sem hefur starfað sem deildarstjóri í leikskóla, skrifað greinar um uppeldi og heldur úti hlaðvarpinu Virðing í uppeldi ásamt fleiri góðum konum. Perla hefur trú á að börn geti tjáð sig í gegn um leik og sköpun. Þess vegna vill hún skapa tækifæri fyrir þau til að kanna efnivið með öllum skynfærum sínum, upplifa eitthvað töfrandi og virkja tjáningu með og án orða.

Sólveig Rós (hún) er menntuð í stjórnmálafræði og kynjafræði en er nú að ljúka námi í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Ástríða hennar er fyrir jafnrétti, fjölbreytileika og rými fyrir öll til að blómstra og vera þau sjálf. Sólveig Rós býður upp á námskeið fyrir foreldra um jafnrétti, hinseginleikann, samþykkisuppeldi og fleira. Einnig mun hún bjóða upp á samverustundir fyrir foreldra og börn í fæðingarorlofi. Sólveig Rós er reyndur fyrirlesari og námskeiðshaldari og fyrrverandi fræðslustýra Samtakanna ’78.
Wayne Paul is the Co-Founder of The Movement Lab. He is a Mixed Movement Athlete, Certified Personal Trainer (UK), Budokon Mobility Teacher (Budokon University US) and Practitioner of the Ido Portal Method. Wayne is also a Holistic Lifestyle Coach and student of the Chek Institute. A traveller, founder of www.zengorillas.com and former English teacher – Wayne has a natural passion for exploring, learning and sharing his journey of integrated living with the world.
Númi Snær Katrínarson is the Co-Founder of The Movement Lab and he is one of the most experienced trainers in Iceland, with high standards for technique and personal connection. Númi is a Certified Personal Trainer (ELEIKO), Certified Massage Therapist (IS) and former owner of one of the first Box-Gyms in Stockholm, Sweden. Númi is a student of everything Holistic Health and currently studies under the Chek Institute. He is also a former National Icelandic Swimming Athlete and Swimming Teacher. As Wayne and Númi strive to be the best versions of themselves, with an increasing passion for Holistic Living over the last 10 years, they understand how essential it is to (re)-establish a direct connection with our inner-child, our parents and our children – through PLAY. They also recognize the importance of holding safe-space for the true- self to be expressed. With this in mind, they are driven to create and offer guided courses and workshops to bring parents and children together, crawling, interacting and navigating their environments through the Physical – for deeper presence, connection and understanding.
Sigrún Birna Kristjánsdóttir eða Sibba eins og hún er oftast kölluð er um þessar mundir að leggja lokahönd á doulunám sitt, undir handleiðslu Soffíu Bæringsdóttur doulu. Hennar útgangspunktur í þeim efnum er áherslan á að mæður og makar fái viðunandi fræðslu og utanumhald á meðgöngu og í fæðingarferlinu, sem eru að hennar mati ein af grunnstoðum farsæls upphafs uppeldisins. Hennar draumur er að mæður séu séðar og að þær fái heildstæðan stuðning strax á meðgöngu; stuðning sem mæður eigi skili að njóta þar til þær finni fyrir öryggi og sjálfstæði í móðurhlutverkinu.
Sara Rós á 2 stráka sem eru fæddir árið 2006 og 2013, hún er menntaður félagsliði, auk þess að hafa lagt stund á NLP markþjálfun, markþjálfun, ráðgjafanám og krakka yoga kennaranám. Hennar helsta ástríða er móðurhlutverkið, að skrifa smásögur og ljóð, yoga og hugleiðsla, að læra nýja hluti, fræða aðra, að vinna með börnum og unglingum og aðstoða aðra að vaxa, útivera og að vera í náttúrunni. Sara Rós á og rekur fyrirtækið Lífsstefnu sem sérhæfir sig í vöruhönnun og fræðslu. Lífsstefna er með eflandi vörur fyrir fólk á öllum aldri, en Sara hefur þó sérstaklega mikinn áhuga á því að búa til vörur sem eru hugsaðar til að efla börn og unglinga á uppbyggjandi hátt. Vörur sem geta hjálpað börnum að öðlast meiri tilfinningagreind, sjálfsþekkingu og að efla sjálfstraust sitt. Hún er virk á samfélagsmiðlum og er einnig er með grúbbu á Facebook sem heitir Lífsstefna Krakkar og er hún hugsuð sem vettvangur fyrir foreldra og fólk sem vinnur með börnum og unglingum og vilja efla þau á uppbyggjandi hátt.
Sunna er ein af meðferðaraðilum Þorpsins. Hún brennur fyrir það að valdefla og leiðbeina fólki í átt að bættri heilsu með heildrænum og náttúrulegum aðferðum. Síðasta áratuginum hefur hún varið í að sanka að sér víðtækri þekkingu í náttúrulækningum, þar sem hún lærði m.a. kínverska læknisfræði, nálastungur, lithimnugreiningu, detoxfræði, næringarráðgjöf, og núna stundar hún nám í grasalækningum.
Sunna leggur mikið uppúr heilbrigðu og náttúrulegu líferni hjá sér og sinni fjölskyldu, og í Þorpinu mun hún bjóða uppá þjónustu og námskeið til stuðnings við fjölskyldur sem vilja bæta heilsu sína og lífstíl.
Alda og Sól eru báðar menntaðir iðjuþjálfar, mæður og eru einnig stofnendur Þorpsins -tengslaseturs.
Alda er jógakennari og Sólveig hefur kafað í lögmál heimsins.
Þær brenna fyrir því að bjóða upp á næringaríkan jarðveg fyrir einstaklinga og fjölskyldur þar sem þeim gefst tækifæri til að hægja á, efla tengsl og tilheyra með það að marki að fleiri lifi í takt við eigin þarfir og ástríðu. Þannig trúa þær að við sköpum heilbrigðara samfélag.
Þær hafa báðar farið óhefðbundar leiðir og allt sem þær deila hafa þær upplifað og innleitt í sitt eigið líf.
Sérstakar þakkir til Siggu fyrir að sjá um heimasíðu og tæknimál Þorpsins – tengslaseturs. Sigga er móðir þriggja ára drengs og hefur lokið námi í BSc fjármálaverkfræði og brennur fyrir því að aðstoða einstaklinga í að koma sinni ástríðu á framfæri.
Ef þú vilt fá aðstoð frá Siggu hafðu þá samband á siggarun@gmail.com

Sérstakar þakkir til Auðar fyrir að myndskreita Þorpið – tengslasetur. Auður er tveggja barna móðir, myndskreitir og húðflúrari.
Kíktu á verkin hennar á @auduryrtattoo á Instagram

Sérstakar þakkir til Snorra co-creators fyrir að taka myndir af co-creator samfélagi Þorpsins – tengslasetur.
Við opnum fyrir umsóknir í haust. Sendu okkur línu á tengslasetur@tengslasetur.is
Við viljum kynnast þér, hver ert þú, hvers vegna gerir þú það sem þú gerir og hver er ástríðan þín?
Hvað myndir þú vilja bjóða upp