Tengslasetur

POP UP FAM hreyfitími

Vilt þú eiga góða samvinnustund með barni laust frá skjá eða öðru áreiti? Nú gefst ykkur tækifæri til að ná innihaldsríkri samverustund.

Við ætlum að bjóða upp á tíma fyrir eldri börn (10-15 ára) og foreldra til að koma saman og hreyfa sig. Hreyfingin verður samsett af samvinnuæfingum (e. partner exercises). Æfingarnar eru innblásnar úr Capoeira, glímu, jóga, bootcamp og fleiri áttum.

Hugmyndin að baki tímunum kemur frá hugmyndafræði Sherborne Developmental movement þar sem unnið er með tengslamyndandi æfingar sem endurspegla hugtök í samskiptum við aðra. Það er að segja æfingarnar eru ýmist í á móti hvort öðru í mótstöðu, með hinum aðilanum í samvinnu eða fyrir hinn aðilan t.d. styðja við eða halda uppi. Þannig kemur nafnið FAM (fyrir, á móti, með).

Foreldri og barn vina saman tvö og tvö í æfingunum og hamast, æslast og hafa gaman saman.

Ef vel tekst til þá munum við halda fleiri svona tíma í nánni framtíð.

5.990kr.

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira