Tengslasetur

RIE fyrstu þrjú árin; netfyrirlestur

Vilt þú innleiða RIE uppeldi en veist ekki hvar þú átt að byrja?  Ert þú að innleiða RIE uppeldi en upplifir ekki utanaðkomandi stuðning?  Langar þig að vita betur hvað RIE snýst í raun og veru um?

Þetta klukkustundar neterindi getur þú nýtt í að fá gott RIE fræðsluefni á íslensku, ásamt leiðarvísi að innleiðingu þess.  Farið verður yfir 7 undirstöðuatriði í RIE, hvernig virðingarríkt uppeldi vefst þar inn og hvernnig þú getur innleitt þetta tvennt.  Fyrirlesturinn er byggður á RIE fræðsluefni, skrifum Sæunnar Kjartans og Dr Gabor Maté.  

Kjörið tækifæri til að fá svör við spurningum þínum varðandi innleiðingu RIE og áhrif þess á barnið til framtíðar.

tekið upp í febrúar 2023
*á netfyrirelstrum er ekki aðgengi að leiðbeinanda líkt og á netnámskeiðum

4.990kr.

Description

Hulda Margrét Brynjarsdóttir er tveggja barna móðir og var heimavinnandi húsmóðir með börnin sín til 3ja og 5 ára.  Hún brennur fyrir geðheilsumálum barna og ungmenna, hefur kafað djúpt í virðingarrík uppeldisfræði, meðvitað uppeldi og m.a. klárað grunnnámskeið hjá RIE Institute of America þess efnis.  Hulda vill leggja sitt af mörkum við að aðstoða foreldra í að innleiða virðingarríkt uppeldi og hefur sérstakan áhuga á forvörnum sem og heimakennslu barna á leikskólaaldri (e. homeschooling/unschooling).    Hún situr nú í stjórn samtakanna Fyrstu Fimm sem berjast fyrir bættari barnamenningu á Íslandi og auknum valmöguleikum fyrir ungbarnafjölskyldur.      „Traust geðtengsl við umönnunaraðila eru allra besta veganesti sem börn geta fengið út í lífið og því besta forvörnin.  Stór partur af því er að foreldri nái að vinna úr eigin reynslu og heila særða parta úr æsku – sem virðingarríkt uppeldi hvetur ósjálfrátt til“. Hún mun deila sínu ljósi m.a. með RIE námskeiðum og hópatímum fyrir foreldra barna 0-3ja ára og fyrirlestrum um virðingarríkt uppeldi.

Hulda heldur uppi miðlnum leið að uppeldi og þú getur kynnst henni betur á leidaduppeldi.is

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira