Heimkoman er ferðalag svo þú upplifir aukin tengsl við þig og þína. Hvort sem þú vilt auka lífsgæði eða vinna með afmarkaðan vanda eða áföll getum við fundið fókus svo þú sért allt það sem þú getur og vilt vera.
Pakkinn samanstendur af 5-15 skiptum þar sem þú getur valið þemu sem við vinnum með
- Skapa og skýra þína sýn
- Skapa gagnlega vana og vanamynstur sem styðja við þína sýn
- Vingast við skyn- og taugakerfið þitt og skilja hvers vegna þú gerir það sem þú gerir
- Notkun dagbókar til sjálfsþekkingar og skipulags
- Tengjast þér og þinni sögu í gegnum náttúru (adventure therapy)
- Leiðir til að skynjafna þig: öndun / líkamsstaða / Chi nei tsang (líffæranudd)/ hreyfingar til að styrkja taugakerfið / slökun / hugleiðsla / tónheilun
Þú getur bókað tíma hjá Öldu á www.noona.is/tengslasetur