Tengslasetur

Að temja innri apann – undirstöðuatriði sjálfsþekkingar; netnámskeið

Vilt þú öðlast betri skilning á hver þú ert og afhverju þú gerir það sem þú gerir?

Að temja innri apann gæti þá akkurat verið fyrir þig.

Innri apinn er undirmeðvitundin, ósjálfráðu æfðu forritin sem eru geymd í taugakerfinu og hafa áhrif á hvernig við upplifum lífið, okkur sjálf og aðra ásamt því hvaða ákvarðanir við tökum og hvert við stefnum í lífinu.

Á námskeiðinu lærir þú:
-Að þekkja undirmeðvitundina, taugakerfi og hugarfar og hvernig þessir þættir hafa áhrif á daglega lífið.
-Leiðir til að stilla taugakerfið af.
-Leiðir til þess láta undirmeðvitundina (apann) vinna með þér
-Verkfæri til að auka meðvitund um hugarfar og styrkja sjálfsmyndina þína.
– Verkfæri sem aðstoða þig í að innleiða þessa þekkingu í daglega lífið.

Námskeiðið leiða iðjuþjálfarnir Alda og Sólveig sem báðar eru mæður, stofnendur Þorpsins og stöðugt á sinni vegferð að lifa innihaldsríkara og einfaldara lífi.

6.900kr.

Description

Netnámskeiðið „Að temja innri apann“ er á gagnvirkum vettvangi netþjónustu Þorpsins.

Námskeiðið er opið í 6 vikur frá kaupum.

Verkefni og fylgigögn eru við hverja lotu

Kaflar námskeiðsins eru:

Velkomin
Hvað er innri apinn
Að vingast við innri apann
Hvað er apinn að hugsa
Hvernig upplifir apinn öryggi
Hver er iðja apans
Að temja apann í mómentinu
Að temja apann fyrirbyggjandi
Samantekt

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira