Þorpið – Tengslasetur

Að temja innri apann

Þráir þú einfaldara og streituminna líf?

Að temja innri apann gæti þá akkurat verið fyrir þig

Vinnustofa sem fer fram á zoom þar sem Alda og Sólveig fara yfir þau atriði sem hjálpa þér að upplifa að þú sért við stýrið í eigin lífi og að lífið sé þér í hag. 

Þú munt læra leiðir til að þekkja taugakerfið þitt og hvernig þú getur brugðist við þegar það er í ójafnvægi. 

Þú fær verkfæri til að auka meðvitund um hugarfar og styrkja sjálfsmyndina þína.

Til viðbótar kynnist þú verkfærum sem aðstoða þig í að innleiða þessa þekkingu í daglega lífið s.s. skipulagleiðir og ígrundanir

Vinnustofuna leiða iðjuþjálfarnir Alda og Sólveig sem báðar eru mæður, stofnendur Þorpsins og stöðugt á sinni vegferð að lifa innihaldsríkara og einfaldara lífi.

4.990kr.

Description

Vinnustofan “grunnur” verður í netheimum þann 6. febrúar kl 20:15 til 21:15

 

Vinnustofan “skipulag sem hentar þér”  verður í netheimum þann 23. febrúar kl 20:15 til 21:15

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira