Tengslasetur

FELDENKRAIS VINNUSTOFA

Alþjóðleg Feldenkrais vinnustofan haldin 28. og 29. október 2023.

Uppgötvaðu umbreytandi æfingar sem fela í sér meðvitaðar hreyfingar sem losa líkamann við streitu, spennu og áföll. Feldenkrais aðferðin snýr þó ekki bara að hreyfingu; heldur opnar hún á nýja meðvitund, sveigjanleika, jafnvægi og lífsgæði. Með mjúkum og fáguðum hreyfingum, leiðir þessi aðferð þig að aukinni skynjun,og linar sársauka. Með skilningi á sveigjanleika taugakerfisins eflist lífsorkan og þú upplifir líkama þinn á nýjan hátt. 

Feldenkrais er aðgengilegt öllum, óháð aldri og þreki/formi, þessi aðferð nýtur mikilla vinsælda hjá fagfólki á ýmsum sviðum til að efla færni sína og sjálfsvitund s.s. íþróttafólk, listafólk og meðferðaraðilar.  

Upplifðu djúpstæð áhrif Feldenkrais á líkama og sál, til að eldast með reisn og bæta lífsgæði. Uppgötvaðu list einbeittra, þokkafullra hreyfinga og taktu ábyrgð á eigin velferð.  

 

Þú mátt búast við:

  • Að upplia það að vera  leiðbeint í gegnum mjúkar hreyfingar Feldenkrais (að mestu í liggjandi stöðu)
  • Með forvitni og virðingu fyrir þér að styrkja  þitt innra skyn.
  • Þú lærir hvernig þessi aðferð getur bætt lífsgæði og sköpunarkraft
  • Þú lærir nýjar leiðir til að losa um streitu, spennu og verki
  • Skilvirkari öndun
  • Liprari og skilvirkari hrefingar
  • Skýrari og rólegri hugur
  • Óvænta ánægju þess að fara í gegnum daginn með meiri léttleika.

Snemmskráning til 8. október 31.990.

Fullt verð 41.990

https://www.sportabler.com/shop/movementlab/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjIzMjU=?fbclid=IwAR07e_Jsxb18wZzqCR2XdOTf3gO-aPr_qLNwop7VbNkJcyP_aJ0dwMB1uh0

 

41.990kr.

Description

Heide Jung- iðkandi og aðstoðar Feldenkrais þjálfari

Heide er fædd og uppalin í Þýskalandi, hefur alla tíð haft dálæti af hreyfingu og býr fyri reynslu af klassískum bellet, Akido og dansi. Hún er með diplómu í kennslufræðum frá Gutenberg háskóla í Mainz, Þýskalandi.

Heide hefur verið alþjóðlega viðurkenndur Felderkrais iðkandi síðan 1992 og kennir bæði hópum, einstaklingum. Hún kennir aðferðina við tónlistardeild háskólans og á hinum ýmsum stofnunum aðferðina í heimabæ sínum Mainz.

Heidi fékk réttindi sem aðstoðar Feldenkrais þjálfari árið 2001 og hefur síðan þá kennt aljþóðleg Feldenkrais nám, til dæmis í Brasilíu, Ítalíu, Austurríki og Kína.  

Heidi dreymir um að breiða út Feldenkrais aðferðina og aðdáun hennar á Íslandi leiðir hana til að halda fyrsta alþjóðlegu Feldenkrais vinnustofuna hérlendis.

Heide er þekkt fyrir blíðan, nákvæman og glettinn kennslustíl, sem veitir nemandanum rými til að þróa meðvitund og sjálfstraust og ýtir jafnframt undir forvitni þátttakenda.

 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira