Alda Pálsdóttir
Alda leggur áherslu á fólk finni sínar leiðir til upplifa aukna seiglu og velsæld í sínu daglega lífi með að styrkja tengsl líkama og huga.
Alda hefur lært iðjuþjálfun, náttúrumeðferð og jógakennslu og er stöðugt að afla sér nýrrar þekkingar. Hún hefur sérhæft sig í líkamsmiðuðum nálgunum og því hvernig taugakerfið, streita og áföll hafa áhrif á okkar daglegu athafnir og líðan. Með fjölbreyttan bakgrunn vefur hún saman ýmsum leiðum til aukinnar sjálfsþekkingar eins og hreyfingu, núvitund, virkjun skynfæra og ígrundun. Allt með það að marki að fólk geti átt í betri samskiptum, fyrst og fremst við sjálft sig og svo við aðra, hvort sem það er við börn, maka, vini, vinnufélaga eða ættingja. Við erum jú tengslategund í grunninn og gæði tengsla okkar við aðra hefur áhrif á hversu mikla velsæld við upplifum.
Alda hefur lengst af unnið á geðsviði og í endurhæfingarúrræðum sem sérfræðingur og verkefnastjóri. Hún hefur einnig að starfa með börnum og unglingum á Æfingastöð SLF og fór þar að leiða náttúrumeðferðarhópa (e. adventure therapy) hér á landi og í Evrópu.
Í kjölfar starfa á geðsviði og með því að verað foreldri sjálf fóru forvarnir að vera henni hjartans mál og að byggja börnum sem bestar aðstæður til að vaxa úr grasi og hámarka eiginleika sína. Síðustu ár hefur hún því starfað við stofnun forvarnarverkefna tengdum hagsmunum fjölskyldna eins og Tengslasetur, hagsmunasamtökin Fyrstu Fimm og Fjölskylduland.
Auk þess að bjóða upp á einstaklinsþjónustu og viðburði í Tengslasetri, starfar hún sem iðjuþjálfi í Ljósinu og kennir líkamsvitundartímana Mindful Moves í The Movement Lab
alda@tengslasetur.is