Tengslasetur

Meiri áhætta að elta ekki drauminn

sibba

Grein um Sibbu, Co-Creator fengin af mbl.is

Sigrún Birna Kristjáns­dótt­ir er að læra að verða doula. Sigrún lauk meist­ara­gráðu í lög­fræði en fann köll­un sína seinna þegar vin­kona henn­ar sagði henni frá heima­fæðingu sinni. Sibba seg­ir doulu­námið hafa verið heilandi en hún var hrædd við barneign­ir þegar hún byrjaði í nám­inu. 

„Þegar ég var kom­in að gatna­mót­un­um var aldrei neinn vafi hvora leiðina ég ætlaði að velja. Þegar kom að því að læra lög­fræðina og svo bók­ar­ann var ég að nota allt ann­an hvata til að halda mér við efnið. Það var veg­ur sem ég fetaði með rök­hugs­un á for­send­um hag­nýtni. Þegar ég byrjaði að læra doul­una og áttaði mig á hvað fólst í því að vera þátt­tak­andi í töfr­um fæðing­ar­heims­ins fann ég að ég átti erfitt með að hætta. Ég hafði óvart fundið upp­sprettu djúp­stæðrar ástríðu sem ég vissi ekki ég byggi yfir. Það að finna áhuga og eld innra með mér eft­ir að hafa fundið mig í doulu­fræðunum var til þess að brenna upp þann vott efa­semda sem lúrði innra með mér um það hvaða skref ég ætlaði að taka næst. Vissu­lega fylg­ir öllu áhætta en mér fannst stærri áhætta vera fólg­in í því að þróa þetta ekki áfram. Fólkið sem stend­ur mér næst fannst þetta eiga vel við mig, en þau tóku eft­ir mun­in­um á mér sem varð þegar ég byrjaði að læra og hvöttu mig áfram,“ seg­ir Sibba. 

Var upp­full af ótta

„Þegar ég lít til baka var það sam­spil margra þátta sem varð til þess að ég fór í doulunám. Það sem þó velti hlass­inu var sam­tal við Öldu, vin­konu mína, fyr­ir tveim­ur árum. Ég kynnt­ist henni þegar við þríeykið Alda og Sól­veig hóf­um sam­starf okk­ar vegna Þorps­ins tengsla­set­urs. Þegar ég kynnt­ist Öldu var ekki langt liðið frá heima­fæðingu dótt­ur henn­ar. Ég yf­ir­heyrði hana og spurði spjör­un­um úr uml það hvernig upp­lif­un henn­ar hafði verið. Ég var blaut á bak við eyr­un og þekkti enga á þeim tíma sem hafði stigið svo rosa­lega rót­tækt skref frá norm­inu, að mér þá fannst, að fæða barn utan sjúkra­húss. Eft­ir kaffi­heim­sókn­ina fór ég beint heim og í tölv­una þar sem ég gúgglaði allt sem mér datt í hug og sökkti mér ofan í rann­sókn­ar­vinnu sem stend­ur enn yfir í dag.“

Sigrún Birna lærði margt um sjálfa sig þegar hún byrjaði …

Sigrún Birna lærði margt um sjálfa sig þegar hún byrjaði í doulu­námið. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þegar Sibba hóf doulu­námið hafði hún tekið ákvörðun um að barneign­ir væru ekki fyr­ir hana. Í dag hlæja þær vin­kon­urn­ar yfir þess­ari skoðun Sibbu. 

„Ég er á ann­arri skoðun í dag. En á þeim tíma, þá gat ég ekki út­skýrt það sér­stak­lega af hverju mér leið eins og mér leið. Það var ekki fyrr en ég byrjaði að lesa mér til um for­sögu sjúkra­hús­fæðinga, til­komu fæðingarlækn­inga í þeirri mynd sem við þekkj­um í dag og hvernig fæðing­arþekk­ing­in fór úr hönd­um kvenna og heim­il­anna og til sér­fræðinga í hvít­um jökk­um, sem ég fór að setja þessa af­drifa­ríku ákvörðun mína í víðara sam­hengi og skilja á hverju hún byggðist.  

Það sem ég sé skýrt í dag er að ákvörðun mín var byggð á ótta sem átti ræt­ur að rekja í ut­anaðkom­andi áföll kvenna sem stóðu nær mér á mót­un­ar­ár­um mín­um, sem áttu marg­ar ákaf­lega trauma­tíska fæðing­areynslu, eða fæðing­areynslu sem ég man að mér þótti óþægi­legt að hlusta á. Þegar ég hugsaði til baka þá mundi ég ekki eft­ir að hafa heyrt fæðing­ar­sögu sem var já­kvæð í uppvext­in­um og það var nóg af slík­um fæðing­arsam­töl­um til að hlera. Það setti punkt­inn fyr­ir ofan i-ið þegar móðir mín lenti í bráðakeis­ara til að bjarga lífi henn­ar og litla bróður míns sem var flutt­ur með sjúkra­flugi suður. Þarna setti ég samasemmerki á milli hættu og fæðinga og hafði ómeðvitað ákveðið að það væri áhætta sem ég ætlaði aldrei að taka.  

Að átta mig á þessu var rosa­legt „a-ha“ augna­blik. Núna, eft­ir djúp­stæða rann­sókn­ar­vinnu síðustu ár, sem hef­ur skilað sér í aukn­um skiln­ingi á fæðing­ar­ferl­inu, horm­óna­kerfi kvenna og frjó­semi, fann ég að ótt­inn bráðnaði áreynslu­laust í burtu. Ég hefði ekki trúað því að svo mik­il heil­un fæl­ist í ein­föld­um skiln­ingi. Í dag hef­ur ótt­inn því fengið að víkja fyr­ir lotn­ingu, því ég skil hvernig nátt­úr­an virk­ar.“

Veit­ir stuðning

„Doulu­nám er ekki form­legt nám. Það eru eng­ar leyf­is­veit­ing­ar, eng­ir staðlar, eng­in op­in­ber skil­yrði. Þetta er eitt af mörg­um þátt­um við námið sem heill­ar mig. Nám­skeiðið sem ég sótti er und­ir hand­leiðslu Soffíu Bær­ings sem hef­ur doul­ast hér á landi hvað lengst. Henn­ar nám­skeið er sett upp í tveim­ur hlut­um, bók­leg­um og verk­leg­um. Form­lega hef ég lokið bók­lega hlut­an­um, en óform­lega þá held­ur rann­sókn­ar­vinn­an alltaf áfram. Til að ljúka verk­lega áfang­an­um þarf ég að þjón­usta þrjár kon­ur á meðgöngu og í fæðingu. Það hef­ur reynst þraut­inni þyngra að klára verk­lega hlut­ann þar sem mik­ill meiri­hluti kvenna fæðir á sjúkra­húsi. Land­spít­al­inn er enn með strang­ar Covid-regl­ur sem ger­ir það ómögu­legt fyr­ir kon­ur og maka þeirra að njóta stuðnings doulu í fæðingu. Regl­urn­ar hafa tafið tölu­vert fyr­ir mörgum doulu­nem­um að ljúka námi. Ég er þó þol­in­móð og hef alla trú á því að þetta haf­ist fyr­ir rest.“

Doulur fara í gegnum allt fæðingarferlið með nýjum foreldrum.

Doul­ur fara í gegn­um allt fæðing­ar­ferlið með nýj­um for­eldr­um. Ljós­mynd/​Thinkstockp­hotos

Sibba seg­ir mik­il­vægt að hafa í huga að doul­ur veiti ekki klín­íska ráðgjöf og þær komi ekki í stað ljós­mæðra. 

„Það sem doula ger­ir er að hún veit­ir sam­felld­an stuðning, allt eft­ir þörf­um og ósk­um móður. Hún tek­ur ekki vakta­skipti, vík­ur ekki frá. Hún hug­hreyst­ir, pepp­ar og veit hvenær henn­ar er þörf. Þunga­miðja doul­u­starfa er and­leg og lík­am­leg líðan móður. Hlut­verk heil­brigðis­starfs­fólks er lík­am­leg heilsa móður og barns. Hvort um sig er mikil­vægt, en hvor­ugt má á skorta. Það er mis­jafnt eft­ir doul­um hvaða þjón­ustu þær veita, en al­mennt er um að ræða tveir til þrír fund­ir á meðgöng­unni sjálfri, viðvera og stuðning­ur í fæðingu og að jafnaði einn fund­ur eft­ir fæðingu. Á þess­um fund­um er mis­jafnt hvað er rætt og hvaða þjón­usta er veitt, en ég held að við flest­ar eig­um það sam­eig­in­legt að veita ein­stak­lings­miðaða þjón­ustu. Hvort sem það sé fæðing­ar­fræðsla, al­menn aðstoð með ein­stök atriði, jafn­vel fót­anudd og leidd slök­un­ar­hug­leiðsla. Allt  fer þetta eft­ir því ein­staka sam­bandi sem mynd­ast milli móður og doulu hverju sinni.“

Sá vin­konu sína ró­lega og yf­ir­vegaða 

Í nám­inu hef­ur Sibba séð fjöld­ann all­an af fæðing­um í gegn­um netið sem hún hef­ur lært mikið af. Áður en hún hóf doulu­námið var hún hins veg­ar viðstödd sína fyrstu fæðingu. „Það var þegar besta vin­kona mín, Sól­veig, fæddi strák­inn sinn 2017. Sá kom öll­um að óvör­um þegar upp­götvaðist að hann var í sitj­andi stöðu, þegar sást í rass í staðinn fyr­ir koll. Mér er eft­ir­minni­leg­ast hvað hún var ró­leg og yf­ir­veguð, þrátt fyr­ir skyndi­leg um­skipt­in í and­rúms­loft­inu. Á núll einni fyllt­ist her­bergið af spennu og und­ir­liggj­andi ótta, þar sem herlið fæðing­ar­lækna, ljósa og fleira heil­brigðis­starfs­fólki sem ég kunni ekki skil á kom askvaðandi, með stál­borð í eft­ir­dragi sem á lágu tang­ir, hníf­ar, sög og fleira dót sem veittu mér gæsa­húð niður í tær að líta á.

Síðar þegar við rædd­um þetta kom á dag­inn að vin­kona mín hafði séð um­rætt borð en ákveðið að hundsa það. Hún spurði lækn­inn hvort þetta væri eitt­hvað ólíkt venju­legri fæðingu og fékk það svar að svo væri ekki. Hún ákvað því að þetta væri bara eðli­legt, hún andaði djúpt í gegn­um þetta, þrem­ur hríðum og kort­eri síðar fædd­ist heil­brigður dreng­ur. Eðli­leg fæðing, án allra inn­gripa. Það var svo ekki fyrr en í eig­in rann­sókn­ar­vinnu sem ég upp­götvaði það að sitj­andi fæðing­ar, þó að mörgu ólíku sé að huga að, eru í heild­ina ein út­gáfa af flóru fjöl­breyti­leik­ans inn­an ramma eðli­legra fæðinga. Það er hrein­lega búið að hræða það í marg­ar kon­ur að sitj­andi sé hættu­leg stell­ing, þegar svo er sjaldn­ast.“ 

Kona end­ur­fæðist sem móðir

Hvað þarf að hafa í huga þegar maður er að fara í jafnviðkvæmt og inni­legt ferli og fæðingu?  

„Hvort um sé að ræða móður sem er að fara inn í fæðingu, eða stuðnings­fólk á borð við maka eða doulu, þá finnst mér per­sónu­lega að and­lega vinn­an sé mik­il­væg­ust. Fæðing brýt­ur niður all­ar varn­ir og brynj­ur og skil­ur fátt eft­ir nema hrá­an sann­leik­ann. Fæðing er umbreyt­ing­ar­ferli, þar sem kona fæðir ekki aðeins barn, held­ur end­ur­fæðist sjálf inn í hlut­verk móður. Slík­an hreins­un­ar­eld er hægt að upp­lifa sem mis­kunnar­laus­an ef and­lega vinn­an sat á hak­an­um. Ef áhorf­anda og stuðnings­fólki líður ekki vel með að horfa á móður öskra og urra barnið í heim­inn er eitt­hvað sem þarf að skoða. Ef þú sem móðir hræðist ein­hverja þætti varðandi fæðing­una, þá þarf að skoða það. Það er aldrei of seint að byrja. Því fer þó fjarri að það þurfi að vera leyst úr öll­um heims­ins hnút­um og áföll­um til þess að eiga far­sæla fæðing­ar­reynslu. Aðal­atriðið er að fara inn í ferlið með meðvit­und og sjálfsmildi.“  

Sigrún Birna segir andlega vinnan mikilvæg þegar kemur að fæðingum.

Sigrún Birna seg­ir and­lega vinn­an mik­il­væg þegar kem­ur að fæðing­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Maður les um doul­ur er­lend­is en finnst það ekki jafn al­gengt á Íslandi. Er að verða breyt­ing? 

„Ég held að það sé að verða breyt­ing. Ég skynja út und­an mér aukna for­vitni og löng­un til að læra. Það er þó tals­verður minni­hluti þeirra sem hefja doulu­nám sem ljúka því og ekki eru all­ar sem klára námið starf­andi sem doul­ur. Brott­fallið er mikið. Ástæðurn­ar eru held ég jafn ólík­ar og þær eru marg­ar. Það er einnig sér­stök áskor­un sem hef­ur orðið á síðustu tveim­ur árum með þann flösku­háls sem Covid-regl­ur hafa valdið. Af­leiðing­in er að við erum marg­ar strand eft­ir að hafa lokið bók­lega hlut­an­um.“

Þarf að bæta aðstæður fyr­ir doul­ur á Íslandi? 

„Það væri strax mik­il bót ef fjöl­skyld­ur gætu sótt um end­ur­greiðslur eða styrk til stétt­ar­fé­laga fyr­ir þjón­ust­unni til að gera hana aðgengi­legri, en douluþjón­usta kost­ar jú pen­inga og hún er því miður ekki niður­greidd. Það að douluþjón­usta sé ekki niður­greidd, sem og að doul­ur hafi ekki fengið leyfi til að mæta á fæðing­ar­deild Land­spít­al­ans síðustu rúm tvö ár í nafni Covid-reglna, er finnst mér til vitn­is­b­urðar um að auk­inn­ar vit­und­ar­vakn­ing­ar á mik­il­vægi doulu-starfa sé þörf.“  

Sibba bend­ir á að er­lend­ar rann­sókn­ir bendi til þess að móðir og maki henn­ar hafi fengið já­kvæða upp­lif­un ef sam­felld­ur stuðning­ur doulu var til staðar í fæðing­ar­ferl­inu. „Það eitt að hafa sam­felld­an stuðning, sem er til staðar fyr­ir móður­ina og mak­ann skipt­ir sköp­um á eins mikl­um um­brota­tím­um og fæðing er. Ég hef trú á því að við séum hægt og ró­lega að mjakast í rétta átt með vit­und­ar­vakn­ingu um mik­il­vægi stuðnings fyr­ir mæður í fæðing­ar­ferl­inu.“  

Sibba held­ur úti In­sta­gram-síðunni Ástfóstri þar sem hún deil­ir fróðleik um meðgöngu og fæðing­ar­ferlið. Þar er einnig hægt að hafa sam­band við Sibbu. 

Fleiri greinar

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista Þorpsins og fáðu upplýsingar um allt það nýjasta sem er framundan hjá okkur í viðburðum, námskeiðum og nýjungum í vefverslun.

Við notum vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifunina á vefsíðunni okkar.  Ef þú heldur áfram gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Lesa meira