Description
Hulda Margrét Brynjarsdóttir er tveggja barna móðir og var heimavinnandi húsmóðir með börnin sín til 3ja og 5 ára. Hún brennur fyrir geðheilsumálum barna og ungmenna, hefur kafað djúpt í virðingarrík uppeldisfræði, meðvitað uppeldi og m.a. klárað grunnnámskeið hjá RIE Institute of America þess efnis. Hulda vill leggja sitt af mörkum við að aðstoða foreldra í að innleiða virðingarríkt uppeldi og hefur sérstakan áhuga á forvörnum sem og heimakennslu barna á leikskólaaldri (e. homeschooling/unschooling). Hún situr nú í stjórn samtakanna Fyrstu Fimm sem berjast fyrir bættari barnamenningu á Íslandi og auknum valmöguleikum fyrir ungbarnafjölskyldur. „Traust geðtengsl við umönnunaraðila eru allra besta veganesti sem börn geta fengið út í lífið og því besta forvörnin. Stór partur af því er að foreldri nái að vinna úr eigin reynslu og heila særða parta úr æsku – sem virðingarríkt uppeldi hvetur ósjálfrátt til“. Hún mun deila sínu ljósi m.a. með RIE námskeiðum og hópatímum fyrir foreldra barna 0-3ja ára og fyrirlestrum um virðingarríkt uppeldi.
Hulda heldur uppi miðlnum leið að uppeldi og þú getur kynnst henni betur á leidaduppeldi.is