Kæru velunnarar Þorpsins.
Þá er komið að fyrsta fréttabréfinu okkar (english below 🙂 ).
Markmið fréttabréfsins er að kynna lesendur fyrir Þorpinu og Co-creator samfélaginu, hver erum við og hvað munum við bjóða upp á.
Fréttabréfið verður sent út mánaðarlega og mun veita innsýn í það helsta sem um er að vera í starfseminni hjá okkur hverju sinni og svo því sem sem er á döfinni hjá okkur.
Við munum kynna Þorpið, co-creator samfélagið og þá sem þar koma að smátt og smátt á næstunni en einnig er hægt að kynna sér það á vefsíðunni okkar http://tengslasetur.is/co-creators/
Þorpið er vettvangurinn fyrir barnafjölskyldur til þess að efla sig og styrkja tengsl og Co-creator samfélagið er leikvöllur fullorðinna til þess að skapa út frá sinni ástríðu og leggja sitt af mörkum inn í þá samfélagsleguhreyfingu sem við erum öll að skapa saman.
Þorpið og co-creator samfélagið mun svo vera með sína starfsemi í Fjölskyldulandi sem mun opna í Dugguvogi 4 í sumar en þar verður einnig að finna innanhúsleikvöll, kaffihús og fjölda annarra þjónustuaðila. Þessi starfsemi verður sú fyrsta sinnar tegundar á landinu og mun opna á fjölda nýrra úrræða fyrir barnafjölskyldur.
Það hefur mikið gerst síðastliðnar vikur og draumurinn smám saman að verða að veruleika. Í apríl náðist að safna þeirri upphæð sem til þurfti til að hefja framkvæmdir á húsnæðinu sem mun hýsa Fjölskylduland og hefur allt verið á fullu við að gera og græja allt sem þarf til að hægt sé að opna.
Alveg glimrandi dæmi um hvað er hægt að gera þegar heilt þorp kemur saman og viljum við þakka ykkur öllum kærlega fyrir stuðningin og velvildina! Það er búið að vera ótrúlegt að finna þennan frábæra meðbyr í samfélaginu og það styður bara það sem við vissum nú þegar, að þessi starfsemi sé löngu orðin tímabær og kærkomin fyrir barnafjölskyldur og aðra aðstandendur.
Allir hafa lagst á eitt til þess að koma saman og klára þetta og hefur verið mikið pússað, málað og lakkað og loksins er endamarkið í augsýn en við getum ekki beðið eftir því að opna og hefja starfsemina.
Nú þegar húsnæðið er komið á lokasprettinn þá er fókusinn kominn yfir á það að fínpússa þjónustuna sem við munum bjóða upp á.
Það væri óendanlega hjálplegt ef sem flestir gætu séð sér fært að svara þessari laufléttu könnun fyrir okkur varðandi það hvað þú myndir vilja sjá frá Þorpinu í Fjölskyldulandi. Hvers konar úrræði myndu nýtast þér best, hvað finnst ykkur mest vanta og svo framvegis.
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdDsqm0PKOvvVadpCJIAbl0RdhsfXwO3MR8_kG6ZC8eAKqo1A/viewform
English
Dear Þorpið friends
It is finally time for our first newsletter.
The goal of our newsletters will be to inform it’s readers about Þorpið and the Co-creator community, who we are and what we will offer.
The newsletter will be sent out every month and will give insight into what is currently happening at Þorpið and what is coming up.
We will also be introducing you to the people behind Þorpið and the co-creator community one by one and the services that will be offered but you can also find that information on our website: http://tengslasetur.is/co-creators/
Þorpið is a platform for families with children to empower themselves and strenghten their bond and the Co-creator community is in a sense a playground for adults to create from their passion and give to the social movement that we are all creating together.
A lot has happened in the past few weeks and the dream is gradually becoming a reality. So many people have come together as one to do what needs to be done so that we can open. A perfect example of what can be achieved when a village comes together and we would like to take this opportunity to thank everyone for the support and well wishes! It has been incredible to feel the goodwill around us and that has only strengthened what we already knew, that this is something that is way overdue and very welcomed by families with children and those around them.
We can’t wait to open and start!
Now that the housing is almost ready, we are starting to focus on the details of the services that we will be offering. It would be extremely helpful if you could answer this quick questionnaire about what you would like to see from Þorpið in Fjölskylduland.
What services would be most helpful to you, what type of services do you think are missing in the community at the moment and so on.