Description
Íris Dögg er sannkallaður barnahvíslari en hún hefur áratuga reynslu af starfi með börnum. Hún leggur mikla áherslu á að komið sé fram við börn eins og þau eiga skilið, að orðræðan í þeirra garð sé virðingarík og á þann hátt sem er hvetjandi fyrir virkt nám þeirra.
Íris starfar sem aðstoðarleikskólastjóri á leiksólanum Mánagarði. Þar sér hún m.a. Um að innleiða High-Scope stefnuna sem hjarta hennar slær í takt við.
High Socpe er stefna sem byggir á þeirri sýn að börn séu virkir þátttakendur og þau geti fylgt eftir persónulegum áhugamálum sínum.
Meginmarkmiðið er að auka færni barna við að leita lausna og styrkja sjálfstæða hugsun þeirra.
Hlý og vinaleg samskipti sem einkennast af virðingu, ýta undir og efla alhliða þroska barnsins samkvæmt stefnunni.
Íris verður með fyrirlestra/vinnustofur/námskeið fyrir fjölskyldur og aðra ummönunnaraðila ungra barna